Samkeppniseftirlitið sýknað af kröfum Sjóvás 31. maí 2006 17:53 MYND/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Samkeppniseftirlitið af kröfum Sjóvás - Almennra vegna úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála í tengslum við ólöglegt samráð stóru tryggingarfélaganna. Tuttugu og sjö milljóna króna sekt Sjóvás - Almennra stendur því óhreyfð. Forsaga málsins er sú að í júlí 2002 leitaði aðili sem starfar við bifreiðaréttingar og sprautun til Samkeppnisstofnunar vegna aðgerða vátryggingafélaganna í tengslum við innleiðingu svokallaðs Cabas-tjónamatskerfis. Taldi aðilinn að vátryggingafélögin hefðu haft samráð um greiðslur fyrir hverra unna einingu í kerfinu. Samkeppnisstofnun tók málið til rannsóknar og komst að þeirri niðurstöðu að VÍS, Tryggingamiðstöðin og Sjóvá hefðu haft með sér samráð í málinu og gaf félögunum kost á að tjá sig munnlega um efni málsins. Áður en til þess kom óskaði VÍS eftir viðræðum við Samkeppnisstofnun um að ljúka málinu með sátt og greiddi félagið fimmtán milljónir króna í stjórnvaldssekt. Sama gerði Tryggingamiðstöðin og greiddi átján og hálfa milljón í sekt vegna samráðsins. Sjóvá taldi sig hins vegar ekki hafa brotið samkeppnislög. Því hélt málið áfram og var Sjóvá dæmt til greiðslu 27 milljóna króna í sekt. Þá ákvörðun kærði Sjóvá til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem staðfesti úrskurð samkeppnisráðs. Í kjölfar úrskurðarins höfðaði Sjóvá-Almennar mál gegn Samkeppniseftirlitinu til þess að fá úrskurðinum hnekkt. Þeirri kröfu hafnaði héraðsdómur nú í vikunni og því stendur sektargreiðslan. Voru Sjóvá-Almennar auk þess dæmdar til að greiða málskostnað. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Vill helst fá sér lakkrís eftir 115 daga sjósundið Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Samkeppniseftirlitið af kröfum Sjóvás - Almennra vegna úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála í tengslum við ólöglegt samráð stóru tryggingarfélaganna. Tuttugu og sjö milljóna króna sekt Sjóvás - Almennra stendur því óhreyfð. Forsaga málsins er sú að í júlí 2002 leitaði aðili sem starfar við bifreiðaréttingar og sprautun til Samkeppnisstofnunar vegna aðgerða vátryggingafélaganna í tengslum við innleiðingu svokallaðs Cabas-tjónamatskerfis. Taldi aðilinn að vátryggingafélögin hefðu haft samráð um greiðslur fyrir hverra unna einingu í kerfinu. Samkeppnisstofnun tók málið til rannsóknar og komst að þeirri niðurstöðu að VÍS, Tryggingamiðstöðin og Sjóvá hefðu haft með sér samráð í málinu og gaf félögunum kost á að tjá sig munnlega um efni málsins. Áður en til þess kom óskaði VÍS eftir viðræðum við Samkeppnisstofnun um að ljúka málinu með sátt og greiddi félagið fimmtán milljónir króna í stjórnvaldssekt. Sama gerði Tryggingamiðstöðin og greiddi átján og hálfa milljón í sekt vegna samráðsins. Sjóvá taldi sig hins vegar ekki hafa brotið samkeppnislög. Því hélt málið áfram og var Sjóvá dæmt til greiðslu 27 milljóna króna í sekt. Þá ákvörðun kærði Sjóvá til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem staðfesti úrskurð samkeppnisráðs. Í kjölfar úrskurðarins höfðaði Sjóvá-Almennar mál gegn Samkeppniseftirlitinu til þess að fá úrskurðinum hnekkt. Þeirri kröfu hafnaði héraðsdómur nú í vikunni og því stendur sektargreiðslan. Voru Sjóvá-Almennar auk þess dæmdar til að greiða málskostnað.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Vill helst fá sér lakkrís eftir 115 daga sjósundið Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira