Viðskipti erlent

Ráðherraskipti í Bandaríkjunum

Henry Paulson, sem tilnefndur hefur verið næsti fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Henry Paulson, sem tilnefndur hefur verið næsti fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Mynd/AFP

Henry Paulson, stjórnarformaður og forstjóri bandaríska fjárfestingabankans Goldman Sachs, hefur verið tilnefndur sem næsti fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Hann tekur við embætti af John Snow, sem gegnt hefur embætti fjármálaráðherra vestra síðastliðin þrjú ár.

Paulson, sem er sextugur, hóf störf hjá Goldman Sachs árið 1974 og varð forstjóri fyrirtækisins árið 1994. Þetta mun ekki vera í fyrsta sinn sem hann tekur við starfi í Hvíta húsinu en hann var starfsmaður þar í forsetatíð Richard Nixons árið 1972.

Öldungadeildarþing Bandaríkjanna á enn eftir að samþykkja ráðningu Paulsons en demókratar þykja einkar jákvæðir í garð hans.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×