Margt að varast í kosningum 27. maí 2006 12:00 Það er ýmislegt sem gott er að hafa í huga þegar gengið er til kosninga í dag. Þannig getur það til dæmis varðað sekt að gera sér upp sjónleysi til að fá aðstoð á kjörstað. Menn geta jafnvel lent í fangelsi fari þeir ekki rétt að öllum reglum.Það getur oft verið flókið mál að kjósa. Ekki er nóg að gera upp hug sinn og ákveða hvað á kjósa heldur þarf að hafa hinar ýmsu reglur í huga þegar í kjörklefann er komið. Þannig getur það varðað sekt ef kjósandi sýnir af ásettu ráði hvernig hann kýs -eða hefur kosið. Það er einnig hægt að fá sekt fyrir það að njósna um hvernig kjósandi kýs og ef kjósandi gerir sér upp sjónleysi eða önnur forföll til fá aðstoð við kosningu má hann eiga von á sekt.Sá sem torveldar öðrum að fara á kjörstað og kjósa getur átt von á höfði sér sekt eða jafnvel þyngri refsingu. Það sama á við um það að hóta kjósanda til að reyna að hafa áhrif á atkvæði hans eða að reyna að borga honum fyrir að kjósa eitthvað ákveðið. Ef einhver þiggur fé eða aðra umbun fyrir að kjósa ákveðið framboð gerist sá hinn sami sekur um refsiverða hegðun.Allt að fjögurra ára fangelsisvist liggur við því að beita einhvern ofbeldi eða hótunum til að meina honum að greiða atkvæði eða til að neyða hann að greiða atkvæði á annan hátt en hann vill. Það sama á við um það að rugla úrslit talningar atkvæða.Þegar merkt er við á atkvæðaseðlinum er líka ýmislegt sem gott er að hafa í huga. Flestir hafa það á hreinu að aðeins má merkja við einn lista. Fleiri hafa þó virst flaska á þeirri reglu að aðeins má strika frambjóðendur út á þeim lista sem kjósandi merkir við og kýs -og ekki má strika alla út af listanum - að minnsta kosti einn þarf að vera eftir til að eiga ekki á hættu að atkvæðið verði ógilt. Fréttir Innlent Kosningar 2006 Stj.mál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Það er ýmislegt sem gott er að hafa í huga þegar gengið er til kosninga í dag. Þannig getur það til dæmis varðað sekt að gera sér upp sjónleysi til að fá aðstoð á kjörstað. Menn geta jafnvel lent í fangelsi fari þeir ekki rétt að öllum reglum.Það getur oft verið flókið mál að kjósa. Ekki er nóg að gera upp hug sinn og ákveða hvað á kjósa heldur þarf að hafa hinar ýmsu reglur í huga þegar í kjörklefann er komið. Þannig getur það varðað sekt ef kjósandi sýnir af ásettu ráði hvernig hann kýs -eða hefur kosið. Það er einnig hægt að fá sekt fyrir það að njósna um hvernig kjósandi kýs og ef kjósandi gerir sér upp sjónleysi eða önnur forföll til fá aðstoð við kosningu má hann eiga von á sekt.Sá sem torveldar öðrum að fara á kjörstað og kjósa getur átt von á höfði sér sekt eða jafnvel þyngri refsingu. Það sama á við um það að hóta kjósanda til að reyna að hafa áhrif á atkvæði hans eða að reyna að borga honum fyrir að kjósa eitthvað ákveðið. Ef einhver þiggur fé eða aðra umbun fyrir að kjósa ákveðið framboð gerist sá hinn sami sekur um refsiverða hegðun.Allt að fjögurra ára fangelsisvist liggur við því að beita einhvern ofbeldi eða hótunum til að meina honum að greiða atkvæði eða til að neyða hann að greiða atkvæði á annan hátt en hann vill. Það sama á við um það að rugla úrslit talningar atkvæða.Þegar merkt er við á atkvæðaseðlinum er líka ýmislegt sem gott er að hafa í huga. Flestir hafa það á hreinu að aðeins má merkja við einn lista. Fleiri hafa þó virst flaska á þeirri reglu að aðeins má strika frambjóðendur út á þeim lista sem kjósandi merkir við og kýs -og ekki má strika alla út af listanum - að minnsta kosti einn þarf að vera eftir til að eiga ekki á hættu að atkvæðið verði ógilt.
Fréttir Innlent Kosningar 2006 Stj.mál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira