Margt að varast í kosningum 27. maí 2006 12:00 Það er ýmislegt sem gott er að hafa í huga þegar gengið er til kosninga í dag. Þannig getur það til dæmis varðað sekt að gera sér upp sjónleysi til að fá aðstoð á kjörstað. Menn geta jafnvel lent í fangelsi fari þeir ekki rétt að öllum reglum.Það getur oft verið flókið mál að kjósa. Ekki er nóg að gera upp hug sinn og ákveða hvað á kjósa heldur þarf að hafa hinar ýmsu reglur í huga þegar í kjörklefann er komið. Þannig getur það varðað sekt ef kjósandi sýnir af ásettu ráði hvernig hann kýs -eða hefur kosið. Það er einnig hægt að fá sekt fyrir það að njósna um hvernig kjósandi kýs og ef kjósandi gerir sér upp sjónleysi eða önnur forföll til fá aðstoð við kosningu má hann eiga von á sekt.Sá sem torveldar öðrum að fara á kjörstað og kjósa getur átt von á höfði sér sekt eða jafnvel þyngri refsingu. Það sama á við um það að hóta kjósanda til að reyna að hafa áhrif á atkvæði hans eða að reyna að borga honum fyrir að kjósa eitthvað ákveðið. Ef einhver þiggur fé eða aðra umbun fyrir að kjósa ákveðið framboð gerist sá hinn sami sekur um refsiverða hegðun.Allt að fjögurra ára fangelsisvist liggur við því að beita einhvern ofbeldi eða hótunum til að meina honum að greiða atkvæði eða til að neyða hann að greiða atkvæði á annan hátt en hann vill. Það sama á við um það að rugla úrslit talningar atkvæða.Þegar merkt er við á atkvæðaseðlinum er líka ýmislegt sem gott er að hafa í huga. Flestir hafa það á hreinu að aðeins má merkja við einn lista. Fleiri hafa þó virst flaska á þeirri reglu að aðeins má strika frambjóðendur út á þeim lista sem kjósandi merkir við og kýs -og ekki má strika alla út af listanum - að minnsta kosti einn þarf að vera eftir til að eiga ekki á hættu að atkvæðið verði ógilt. Fréttir Innlent Kosningar 2006 Stj.mál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Fleiri fréttir Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Sjá meira
Það er ýmislegt sem gott er að hafa í huga þegar gengið er til kosninga í dag. Þannig getur það til dæmis varðað sekt að gera sér upp sjónleysi til að fá aðstoð á kjörstað. Menn geta jafnvel lent í fangelsi fari þeir ekki rétt að öllum reglum.Það getur oft verið flókið mál að kjósa. Ekki er nóg að gera upp hug sinn og ákveða hvað á kjósa heldur þarf að hafa hinar ýmsu reglur í huga þegar í kjörklefann er komið. Þannig getur það varðað sekt ef kjósandi sýnir af ásettu ráði hvernig hann kýs -eða hefur kosið. Það er einnig hægt að fá sekt fyrir það að njósna um hvernig kjósandi kýs og ef kjósandi gerir sér upp sjónleysi eða önnur forföll til fá aðstoð við kosningu má hann eiga von á sekt.Sá sem torveldar öðrum að fara á kjörstað og kjósa getur átt von á höfði sér sekt eða jafnvel þyngri refsingu. Það sama á við um það að hóta kjósanda til að reyna að hafa áhrif á atkvæði hans eða að reyna að borga honum fyrir að kjósa eitthvað ákveðið. Ef einhver þiggur fé eða aðra umbun fyrir að kjósa ákveðið framboð gerist sá hinn sami sekur um refsiverða hegðun.Allt að fjögurra ára fangelsisvist liggur við því að beita einhvern ofbeldi eða hótunum til að meina honum að greiða atkvæði eða til að neyða hann að greiða atkvæði á annan hátt en hann vill. Það sama á við um það að rugla úrslit talningar atkvæða.Þegar merkt er við á atkvæðaseðlinum er líka ýmislegt sem gott er að hafa í huga. Flestir hafa það á hreinu að aðeins má merkja við einn lista. Fleiri hafa þó virst flaska á þeirri reglu að aðeins má strika frambjóðendur út á þeim lista sem kjósandi merkir við og kýs -og ekki má strika alla út af listanum - að minnsta kosti einn þarf að vera eftir til að eiga ekki á hættu að atkvæðið verði ógilt.
Fréttir Innlent Kosningar 2006 Stj.mál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Fleiri fréttir Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Sjá meira