Margt að varast í kosningum 27. maí 2006 12:00 Það er ýmislegt sem gott er að hafa í huga þegar gengið er til kosninga í dag. Þannig getur það til dæmis varðað sekt að gera sér upp sjónleysi til að fá aðstoð á kjörstað. Menn geta jafnvel lent í fangelsi fari þeir ekki rétt að öllum reglum.Það getur oft verið flókið mál að kjósa. Ekki er nóg að gera upp hug sinn og ákveða hvað á kjósa heldur þarf að hafa hinar ýmsu reglur í huga þegar í kjörklefann er komið. Þannig getur það varðað sekt ef kjósandi sýnir af ásettu ráði hvernig hann kýs -eða hefur kosið. Það er einnig hægt að fá sekt fyrir það að njósna um hvernig kjósandi kýs og ef kjósandi gerir sér upp sjónleysi eða önnur forföll til fá aðstoð við kosningu má hann eiga von á sekt.Sá sem torveldar öðrum að fara á kjörstað og kjósa getur átt von á höfði sér sekt eða jafnvel þyngri refsingu. Það sama á við um það að hóta kjósanda til að reyna að hafa áhrif á atkvæði hans eða að reyna að borga honum fyrir að kjósa eitthvað ákveðið. Ef einhver þiggur fé eða aðra umbun fyrir að kjósa ákveðið framboð gerist sá hinn sami sekur um refsiverða hegðun.Allt að fjögurra ára fangelsisvist liggur við því að beita einhvern ofbeldi eða hótunum til að meina honum að greiða atkvæði eða til að neyða hann að greiða atkvæði á annan hátt en hann vill. Það sama á við um það að rugla úrslit talningar atkvæða.Þegar merkt er við á atkvæðaseðlinum er líka ýmislegt sem gott er að hafa í huga. Flestir hafa það á hreinu að aðeins má merkja við einn lista. Fleiri hafa þó virst flaska á þeirri reglu að aðeins má strika frambjóðendur út á þeim lista sem kjósandi merkir við og kýs -og ekki má strika alla út af listanum - að minnsta kosti einn þarf að vera eftir til að eiga ekki á hættu að atkvæðið verði ógilt. Fréttir Innlent Kosningar 2006 Stj.mál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Fleiri fréttir Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sjá meira
Það er ýmislegt sem gott er að hafa í huga þegar gengið er til kosninga í dag. Þannig getur það til dæmis varðað sekt að gera sér upp sjónleysi til að fá aðstoð á kjörstað. Menn geta jafnvel lent í fangelsi fari þeir ekki rétt að öllum reglum.Það getur oft verið flókið mál að kjósa. Ekki er nóg að gera upp hug sinn og ákveða hvað á kjósa heldur þarf að hafa hinar ýmsu reglur í huga þegar í kjörklefann er komið. Þannig getur það varðað sekt ef kjósandi sýnir af ásettu ráði hvernig hann kýs -eða hefur kosið. Það er einnig hægt að fá sekt fyrir það að njósna um hvernig kjósandi kýs og ef kjósandi gerir sér upp sjónleysi eða önnur forföll til fá aðstoð við kosningu má hann eiga von á sekt.Sá sem torveldar öðrum að fara á kjörstað og kjósa getur átt von á höfði sér sekt eða jafnvel þyngri refsingu. Það sama á við um það að hóta kjósanda til að reyna að hafa áhrif á atkvæði hans eða að reyna að borga honum fyrir að kjósa eitthvað ákveðið. Ef einhver þiggur fé eða aðra umbun fyrir að kjósa ákveðið framboð gerist sá hinn sami sekur um refsiverða hegðun.Allt að fjögurra ára fangelsisvist liggur við því að beita einhvern ofbeldi eða hótunum til að meina honum að greiða atkvæði eða til að neyða hann að greiða atkvæði á annan hátt en hann vill. Það sama á við um það að rugla úrslit talningar atkvæða.Þegar merkt er við á atkvæðaseðlinum er líka ýmislegt sem gott er að hafa í huga. Flestir hafa það á hreinu að aðeins má merkja við einn lista. Fleiri hafa þó virst flaska á þeirri reglu að aðeins má strika frambjóðendur út á þeim lista sem kjósandi merkir við og kýs -og ekki má strika alla út af listanum - að minnsta kosti einn þarf að vera eftir til að eiga ekki á hættu að atkvæðið verði ógilt.
Fréttir Innlent Kosningar 2006 Stj.mál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Fleiri fréttir Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum