Viðskipti erlent

Töluverðar lækkanir í Japan

Mynd/AFP
Gengi hlutabréfa lækkaði í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag í kjölfar lækkana á mörkuðum á Wall Street í Bandaríkjunum í gær. Þetta er sjöunda skiptið í röð sem gengi bréfanna lækkar í Japan og nemur heildarlækkunin 7 prósentum. Nikkei-225 hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,35 prósent en lokagengi vísitölunnar stendur í 15.087,18 stigum.

Hlutabréf lækkuðu í flestum flokkum, þó helst í bifreiða- og raftækjafyrirtækjum. Gengi bréfa í Canon Inc. lækkuðu um 2,3 próesnt en í Honda Motor Co., um 1,94 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa í fjármálastofnunum en bréf í Mitsubishi UFJ Financial Group Inc., einu stærsta fjármálafyrirtæki Japans, lækkuðu um 3,49 prósent í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×