Arsene Wenger hefur fulla trú á sigri sinna manna þegar liðið mætir Barcelona í úrslitaleik meistaradeildarinnar annað kvöld, en leikurinn verður að sjálfssögðu í beinni útsendingu á Sýn.
"Ég hef alltaf trúað því að það væri eitthvað mjög sérstakt við þetta lið mitt. Þeir hafa góða blöndu auðmýktar, hungurs, styrks, samkenndar og hæfileika. Við höfum lagt hart að okkur til að ná í úrslitin og við viljum klára dæmið annað kvöld, því enginn fer í úrslitaleikinn til að tapa honum. Ég held að lið okkar sé einmitt á toppnum á réttum tíma," sagði Wenger á blaðamannafundi í París í dag.