Shaq er áttunda undur veraldar 5. maí 2006 06:13 Tröllið Shaquille O´Neal hafði loksins ástæðu til að brosa í nótt NordicPhotos/GettyImages Shaquille O´Neal valdi sér góðan tíma til að vakna til lífsins með liði sínu Miami Heat í nótt þegar liðið sló Chicago út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Austurdeildinni með 113-96 sigri á útivelli í sjötta leik liðanna. O´Neal skoraði 30 stig og hirti 20 fráköst í nótt og var líkari sjálfum sér eftir afleita frammistöðu í síðustu leikjum. "Ég gerði mér það ljóst fyrir leikinn að ég þyrfti að fínstilla mig aðeins í kvöld," sagði O´Neal, sem hafði verið í samfelldum villuvandræðum í síðustu leikjum. "Ég vissi að ég gæti ekki beitt styrk mínum frekar en í hinum leikjunum og því ákvað ég að beita sveifluskotunum meira og reyndi að beita mér varlega í hjálparvörninni og sleppa við aulavillur." Dwayne Wade spilaði leikinn þrátt fyrir að vera meiddur á mjöðm og endaði með 23 stig. James Posey skoraði 18 stig og Udonis Haslem skoraði 17 stig og hirti 14 fráköst. Chicago-liðið náði sér aldrei almennilega á strik í leiknum í gær og er fallið úr leik. Kirk Hinrich skoraði 23 stig, Ben Gordon skoraði 21 stig og Andres Nocioni bætti við 20 stigum. "Það er hálf kaldhæðnislegt að við eigum að vera lið sem vinnur á góðum varnarleik, en vörnin hjá okkur var meira og minna skelfileg í öllu einvíginu," sagði Kirk Hinrich fúll eftir leikinn. Shaquille O´Neal lét loksins til sín taka í einvíginu eftir þrjá afleita leiki í röð. "Ég sagði strákunum bara að dæla boltanum á mig og lét ekki plata mig í klaufalegar villur í þetta sinn," sagði hann og Dwayne Wade tók í sama streng. "Það ræður enginn við Shaq undir körfunni. Hann er áttunda undur veraldar," sagði Wade. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Fótbolti Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Sport Fleiri fréttir Ótrúleg óheppni Slóvena Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Haukur klár í stærra hlutverk Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Dagskráin í dag: Veisluborð í Doc Zone Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Sjá meira
Shaquille O´Neal valdi sér góðan tíma til að vakna til lífsins með liði sínu Miami Heat í nótt þegar liðið sló Chicago út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Austurdeildinni með 113-96 sigri á útivelli í sjötta leik liðanna. O´Neal skoraði 30 stig og hirti 20 fráköst í nótt og var líkari sjálfum sér eftir afleita frammistöðu í síðustu leikjum. "Ég gerði mér það ljóst fyrir leikinn að ég þyrfti að fínstilla mig aðeins í kvöld," sagði O´Neal, sem hafði verið í samfelldum villuvandræðum í síðustu leikjum. "Ég vissi að ég gæti ekki beitt styrk mínum frekar en í hinum leikjunum og því ákvað ég að beita sveifluskotunum meira og reyndi að beita mér varlega í hjálparvörninni og sleppa við aulavillur." Dwayne Wade spilaði leikinn þrátt fyrir að vera meiddur á mjöðm og endaði með 23 stig. James Posey skoraði 18 stig og Udonis Haslem skoraði 17 stig og hirti 14 fráköst. Chicago-liðið náði sér aldrei almennilega á strik í leiknum í gær og er fallið úr leik. Kirk Hinrich skoraði 23 stig, Ben Gordon skoraði 21 stig og Andres Nocioni bætti við 20 stigum. "Það er hálf kaldhæðnislegt að við eigum að vera lið sem vinnur á góðum varnarleik, en vörnin hjá okkur var meira og minna skelfileg í öllu einvíginu," sagði Kirk Hinrich fúll eftir leikinn. Shaquille O´Neal lét loksins til sín taka í einvíginu eftir þrjá afleita leiki í röð. "Ég sagði strákunum bara að dæla boltanum á mig og lét ekki plata mig í klaufalegar villur í þetta sinn," sagði hann og Dwayne Wade tók í sama streng. "Það ræður enginn við Shaq undir körfunni. Hann er áttunda undur veraldar," sagði Wade.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Fótbolti Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Sport Fleiri fréttir Ótrúleg óheppni Slóvena Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Haukur klár í stærra hlutverk Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Dagskráin í dag: Veisluborð í Doc Zone Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Sjá meira