Þriðji leikur Sacramento Kings og San Antonio Spurs í fyrstu umferð úrslitakeppni Vesturdeildar verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV klukkan tvö í nótt. San Antonio vann yfirburðasigur í fyrsta leiknum, en var heppið að vinna annan leikinn þar sem úrslitin réðust í framlengingu. Ron Artest verður á ný í liði Sacramento eftir að hafa tekið út leikbann í síðasta leik.
