Viðskipti innlent

Bakkavör Group kaupir brauðvöruframleiðanda

Lýður og Ágúst Guðmundssynir í Bakkavör Group.
Lýður og Ágúst Guðmundssynir í Bakkavör Group. Mynd/Haraldur Jónasson

Bakkavör Group hefur náð samkomulagi við Primebake Limited um kaup á dótturfélagi þess, New Primebake Limited, sem er stærsti framleiðandi á kældum brauðvörum í Bretlandi. Eftir kaupin verður Bakkavör Group stærsti framleiðandi kældra brauðvara í Bretlandi.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að kaupverð, sem er trúnaðarmál, hafi verið greitt að fullu en það er fjármagnað úr sjóðum félagsins. Kaupin eru háð samþykki samkeppnisyfirvalda en gert er ráð fyrir að niðurstaða um málið fáist innan eins til tveggja mánaða.

Hagnaður New Primebak fyrir afskriftir nam 414 milljónum króna á síðasta ári en veltan var 4,6 milljarðar króna. Heildareignir fyrirtækisins voru 814 milljónir króna á síðasta ári.

Helstu stjórnendur New Primebake munu starfa áfram hjá félaginu, að því er fram kemur í tilkynningu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×