Viðskipti erlent

Hagnaður DaimlerChrysler 299 milljón evrur

Dieter Zetsche, forstjóri DaimlerChrysler, við nýja gerð Mercedes Bens bíla, sem kynnt var fyrr í þessum mánuði.
Dieter Zetsche, forstjóri DaimlerChrysler, við nýja gerð Mercedes Bens bíla, sem kynnt var fyrr í þessum mánuði. Mynd/AFP

Hagnaður bílaframleiðandans DaimlerChrysler nam 299 milljónum evra, jafnvirði 27,5 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársinis. Þetta er 11 milljónum evrum meira en á sama tímabili fyrir ári.

Sölutekjur fyrirtækisins hækkuðu um 17 prósent og námu 37,18 milljörðum evra.

Fyrirtækið tapaði hins vegar 678 milljón evrum á framleiðslu svokallaðra Smartbíla. Hefði hagnaður fyrirtækisins orðið meiri ef ekki væri fyrir tapið á bílunum. Smartbílar er með gervigreind að hluta, sem á að auka sjálfvirkni bíla með þessari tækni til muna.

Gengi hlutabréfa í fyrirtækinu, sem hefur verksmiðjur bæði í Stuttgart í Þýskalandi og í Auburn Hills í Michiganríki í Bandaríkjunum, lækkaði um 3,7 prósent í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi við tíðindin.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×