Nokkur dagblöð í Bandaríkjunum greina frá því í dag að kanadíski leikstjórnandinn Steve Nash hjá Phoenix Suns verði kjörinn verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar annað árið í röð á næstu vikum. Nash lék betur í vetur en í fyrra og fór fyrir liði Phoenix sem náði mjög góðum árangri þrátt fyrir að vera án Amare Stoudemire.
