LeBron James kippt niður á jörðina 26. apríl 2006 12:29 LeBron James sýndi að hann er aðeins mannlegur í gær, en nokkur af mistökunum sem hann gerði voru algjör byrjendamistök. Staðan er nú jöfn 1-1 í einvíginu og næstu tveir leikir fara fram á heimavelli Washington NordicPhotos/GettyImages LeBron James sýndi að hann á nokkuð eftir ólært í gær þegar lið hans Cleveland tapaði öðrum leiknum við Washington á heimavelli sínum 89-84. James skoraði 26 stig fyrir Cleveland, en tapaði 10 boltum og gerði mjög dýr klaufamistök á lokasprettinum sem kostuðu lið hans sigurinn. Lið Washington lék mikið betur en í fyrsta leiknum með Gilbert Arenas sem sinn besta mann, en hann skoraði 30 stig. Meistarar San Antonio komust í hann krappann á heimavelli gegn undirmönnuðu liði Sacramento, sem lék án Ron Artest. Framlengja þurfti leikinn og þar höfðu meistararnir betur 128-119. Manu Ginobili skoraði 32 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir San Antonio og Tony Parker og Brent Barry skoruðu 22 stig hvor. Barry sendi leikinn í framlengingu með þriggja stiga skoti úr horninu þegar skammt var til leiksloka. Bonzi Wells átti stórleik hjá Sacramento og skoraði 28 stig og hirti 12 fráköst, Shareef Abdur Rahim skoraði 27 stig og Kevin Martin skoraði 26 stig. San Antonio leiðir 2-0 í einvíginu. New Jersey jafnaði metin í 1-1 gegn Indiana með góðum sigri á heimavelli 90-75. Leikmenn Indiana virtust oft á tíðum hafa meiri áhuga á því að tuða í dómaranum en að spila körfubolta og fengu fjölda af tæknivillum fyrir vikið. Þess má geta að þetta var í fyrsta sinn sem kona er á meðal dómara í leik í úrslitakeppni NBA deildarinnar. Vince Carter skoraði 33 stig fyrir New Jersey, Richard Jefferson 21, Nenad Krstic 20 stig og 10 fráköst og leikstjórnandinn Jason Kidd skoraði 6 stig, hirti 11 fráköst og gaf 13 stoðsendingar. Anthony Johnson skoraði mest hjá Indiana - 17 stig. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira
LeBron James sýndi að hann á nokkuð eftir ólært í gær þegar lið hans Cleveland tapaði öðrum leiknum við Washington á heimavelli sínum 89-84. James skoraði 26 stig fyrir Cleveland, en tapaði 10 boltum og gerði mjög dýr klaufamistök á lokasprettinum sem kostuðu lið hans sigurinn. Lið Washington lék mikið betur en í fyrsta leiknum með Gilbert Arenas sem sinn besta mann, en hann skoraði 30 stig. Meistarar San Antonio komust í hann krappann á heimavelli gegn undirmönnuðu liði Sacramento, sem lék án Ron Artest. Framlengja þurfti leikinn og þar höfðu meistararnir betur 128-119. Manu Ginobili skoraði 32 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir San Antonio og Tony Parker og Brent Barry skoruðu 22 stig hvor. Barry sendi leikinn í framlengingu með þriggja stiga skoti úr horninu þegar skammt var til leiksloka. Bonzi Wells átti stórleik hjá Sacramento og skoraði 28 stig og hirti 12 fráköst, Shareef Abdur Rahim skoraði 27 stig og Kevin Martin skoraði 26 stig. San Antonio leiðir 2-0 í einvíginu. New Jersey jafnaði metin í 1-1 gegn Indiana með góðum sigri á heimavelli 90-75. Leikmenn Indiana virtust oft á tíðum hafa meiri áhuga á því að tuða í dómaranum en að spila körfubolta og fengu fjölda af tæknivillum fyrir vikið. Þess má geta að þetta var í fyrsta sinn sem kona er á meðal dómara í leik í úrslitakeppni NBA deildarinnar. Vince Carter skoraði 33 stig fyrir New Jersey, Richard Jefferson 21, Nenad Krstic 20 stig og 10 fráköst og leikstjórnandinn Jason Kidd skoraði 6 stig, hirti 11 fráköst og gaf 13 stoðsendingar. Anthony Johnson skoraði mest hjá Indiana - 17 stig.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira