Engin óvænt úrslit 23. apríl 2006 12:12 Leikmaður gærkvöldsins, Lebron James. Getty Úrslittakeppnin fór vel af stað í gærkvöldi með fjórum leikjum sem allir unnust á heimavelli. Lebron James átti stórleik í fyrsta leik sínum í úrslitakeppni og var með þrefalda tvennu og leiddi Cleveland örugglega til sigurs. San Antonio hófu titilvörnina með sannfærandi 34 stiga sigri á Sacramento. Lebron James lék allar 48 mínúturnar fyrir Cavs gegn Washington Wizards og skoraði 32 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 11 fráköst. Sannarlega stórkostleg frammistaða hjá þessum kornunga leikmanni. Gilbert Arenas reyndi að draga vagninn fyrir Wizards en 26 stig frá honum dugðu skammt og var sigur Cleveland öruggari en tölurnar, 97-84, gefa til kynna. Meistararnir í San Antonio Spurs tóku Sacramento Kings í kennslustund í körfubolta og var sigurinn aldrei í hættu. Spurs sýndu hversu mikla breidd þeir hafa og sjö leikmenn skoruðu 10 stig eða meira og yfir 50 stig komu frá leikmönnum sem sátu á bekknum í byrjun leiks. Franski leikstjórnandinn Tony Parker skoraði mest, 25 stig. Athygli vekur að enginn leikmanna Spurs lék meira en 25 mínútur í gærkvöldi og kemur það eflaust til með að hjálpa þeim mikið þegar líður á úrslitakeppnina. Hjá Sacramento var Mike Bibby með 17 stig og Ron Artest með 16 í tilþrifalitlum leik hjá Kings. Lokatölur 122-88 fyrir Spurs. Miami Heat nutu reynslunnar úr úrslitakeppninni í fyrra í naumum 111-106 sigri á Chicago Bulls. Dwayne Wade skoraði 30 stig og gaf 11 stoðsendingar og tröllið Shaquille O'neal setti 27 stig og tók 16 fráköst. Hjá Chicago var Ben Gordon allt í öllu í sóknarleiknum og setti 35 stig. Þessi sería gæti vel orðið spennandi enda Chicago með baráttuglatt lið. Wade og Shaq ættu hinsvegar að hafa getu og reynslu til að fara langt í úrslitakeppninni. Í fjórða leik gærkvöldsins áttust LA Clippers og Denver Nuggets við og þar lék Elton Brand sinn fyrsta leik í úrslitakeppni eftir að hafa leikið yfir 500 deildarleiki. Leikurinn var jafn og spennandi og litlu munaði að Nuggets tækist að stela sigrinum með góðum leik í síðasta leikhlutanum. Hjá Nuggets sáu þeir Carmelo Anthony og Andre Miller nánast einir um stigaskor en þeir settu 25 stig hvor. Hjá Clippers voru hinsvegar fleiri sem virtust geta skorað og skildi það á milli liðanna. Elton Brand var stigahæstur með 21 stig og gamli refurinn Sam Cassell sýndi að reynslan er gulls ígildi og setti 19 stig og gaf 7 fráköst. Cassell vill eflaust reyna að komast sem lengst með þetta Clipperslið en hann á tvo meistarahringa í safninu sem þó gæti aðeins verið farið að falla á, en þá vann hann með Houston Rockets 94 og 95. Í kvöld eru svo aftur fjórir leikir; Phoenix Suns með Steve Nash í broddi fylkingar eiga við Kobe og félaga í LA Lakers, Dallas Mavericks mæta Memphis Grizzlies, besta lið vetrarins Detroit Pistons eru sigurstranglegir gegn Milwaukee Bucks og New Jersey Nets leika við Indiana Pacers. Leikur Suns og Lakers verður í beinni á Sýn og hefst útsending kl. 22 í kvöld. NBA Mest lesið Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Valur - Grindavík | Eina liðið sem unnið hefur alla KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sjá meira
Úrslittakeppnin fór vel af stað í gærkvöldi með fjórum leikjum sem allir unnust á heimavelli. Lebron James átti stórleik í fyrsta leik sínum í úrslitakeppni og var með þrefalda tvennu og leiddi Cleveland örugglega til sigurs. San Antonio hófu titilvörnina með sannfærandi 34 stiga sigri á Sacramento. Lebron James lék allar 48 mínúturnar fyrir Cavs gegn Washington Wizards og skoraði 32 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 11 fráköst. Sannarlega stórkostleg frammistaða hjá þessum kornunga leikmanni. Gilbert Arenas reyndi að draga vagninn fyrir Wizards en 26 stig frá honum dugðu skammt og var sigur Cleveland öruggari en tölurnar, 97-84, gefa til kynna. Meistararnir í San Antonio Spurs tóku Sacramento Kings í kennslustund í körfubolta og var sigurinn aldrei í hættu. Spurs sýndu hversu mikla breidd þeir hafa og sjö leikmenn skoruðu 10 stig eða meira og yfir 50 stig komu frá leikmönnum sem sátu á bekknum í byrjun leiks. Franski leikstjórnandinn Tony Parker skoraði mest, 25 stig. Athygli vekur að enginn leikmanna Spurs lék meira en 25 mínútur í gærkvöldi og kemur það eflaust til með að hjálpa þeim mikið þegar líður á úrslitakeppnina. Hjá Sacramento var Mike Bibby með 17 stig og Ron Artest með 16 í tilþrifalitlum leik hjá Kings. Lokatölur 122-88 fyrir Spurs. Miami Heat nutu reynslunnar úr úrslitakeppninni í fyrra í naumum 111-106 sigri á Chicago Bulls. Dwayne Wade skoraði 30 stig og gaf 11 stoðsendingar og tröllið Shaquille O'neal setti 27 stig og tók 16 fráköst. Hjá Chicago var Ben Gordon allt í öllu í sóknarleiknum og setti 35 stig. Þessi sería gæti vel orðið spennandi enda Chicago með baráttuglatt lið. Wade og Shaq ættu hinsvegar að hafa getu og reynslu til að fara langt í úrslitakeppninni. Í fjórða leik gærkvöldsins áttust LA Clippers og Denver Nuggets við og þar lék Elton Brand sinn fyrsta leik í úrslitakeppni eftir að hafa leikið yfir 500 deildarleiki. Leikurinn var jafn og spennandi og litlu munaði að Nuggets tækist að stela sigrinum með góðum leik í síðasta leikhlutanum. Hjá Nuggets sáu þeir Carmelo Anthony og Andre Miller nánast einir um stigaskor en þeir settu 25 stig hvor. Hjá Clippers voru hinsvegar fleiri sem virtust geta skorað og skildi það á milli liðanna. Elton Brand var stigahæstur með 21 stig og gamli refurinn Sam Cassell sýndi að reynslan er gulls ígildi og setti 19 stig og gaf 7 fráköst. Cassell vill eflaust reyna að komast sem lengst með þetta Clipperslið en hann á tvo meistarahringa í safninu sem þó gæti aðeins verið farið að falla á, en þá vann hann með Houston Rockets 94 og 95. Í kvöld eru svo aftur fjórir leikir; Phoenix Suns með Steve Nash í broddi fylkingar eiga við Kobe og félaga í LA Lakers, Dallas Mavericks mæta Memphis Grizzlies, besta lið vetrarins Detroit Pistons eru sigurstranglegir gegn Milwaukee Bucks og New Jersey Nets leika við Indiana Pacers. Leikur Suns og Lakers verður í beinni á Sýn og hefst útsending kl. 22 í kvöld.
NBA Mest lesið Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Valur - Grindavík | Eina liðið sem unnið hefur alla KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sjá meira