Við erum sigurstranglegri 21. apríl 2006 16:45 Koma Ron Artest hefur enn sem komið er haft mjög jákvæð áhrif á lið Sacramento sem er nú nokkuð óvænt komið í úrslitakeppnina NordicPhotos/GettyImages Villingurinn Ron Artest hélt því blákalt fram á dögunum að hann væri að eigin mati besti leikmaður í NBA deildinni, en jafnan er stutt í stórar yfirlýsingar hjá kappanum. Nú hefur hann tjáð sig um einvígi Sacramento gegn meisturum San Antonio Spurs í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem hefst um helgina og segir Artest sína menn vera í alla staði sigurstranglegri. Þessi yfirlýsing kann að koma einhverjum á óvart þar sem San Antonio var með besta árangur allra liða í Vesturdeildinni, en Sacramento hafnaði í áttunda sætinu. "Ég get ekki séð að við séum litla liðið í þessari viðureign á miðað við hvernig við erum búnir að spila undanfarið," sagði Artest. "San Antonio er kannski í efsta sætinu í dag - en við munum koma út úr þessari úrslitakeppni í fyrsta sætinu. Þeir munu verða tilbúnir fyrir okkur og eru með heimavallarréttinn, en við verðum að koma dýrvitlausir til leiks og vinna leiki á útivelli," sagði Artest. Þó yfirlýsingar hans kunni að hljóma ansi bjartsýnar, verður að telja honum það til tekna að hann lýsti því einmitt yfir að hann færi með lið Sacramento þegar hann gekk til liðs við það frá Indiana á miðjum vetri - og stóð við það. Liðið var í molum áður en Artest gekk í raðir þess, en hinn villti framherji hefur þjappað því saman inni á vellinum og varnarleikur hans hefur verið smitandi fyrir félaga hans. Hvort liðið á hinsvegar möguleika til að slá meistrana út úr úrslitakeppninni er aftur allt annar handleggur. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Enski boltinn Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Körfubolti Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Körfubolti Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Körfubolti Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Fótbolti Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Körfubolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Körfubolti Fleiri fréttir „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Frábær leikur Andra dugði ekki til Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Píla festist í fæti keppanda Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Welbeck skaut Brighton áfram Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli FH-ingar bikarmeistarar og Erna Sóley með mótsmet Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Dagskráin í dag: Spennandi leikir á Englandi, stórleikur í NBA og íslenskur körfubolti Sjá meira
Villingurinn Ron Artest hélt því blákalt fram á dögunum að hann væri að eigin mati besti leikmaður í NBA deildinni, en jafnan er stutt í stórar yfirlýsingar hjá kappanum. Nú hefur hann tjáð sig um einvígi Sacramento gegn meisturum San Antonio Spurs í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem hefst um helgina og segir Artest sína menn vera í alla staði sigurstranglegri. Þessi yfirlýsing kann að koma einhverjum á óvart þar sem San Antonio var með besta árangur allra liða í Vesturdeildinni, en Sacramento hafnaði í áttunda sætinu. "Ég get ekki séð að við séum litla liðið í þessari viðureign á miðað við hvernig við erum búnir að spila undanfarið," sagði Artest. "San Antonio er kannski í efsta sætinu í dag - en við munum koma út úr þessari úrslitakeppni í fyrsta sætinu. Þeir munu verða tilbúnir fyrir okkur og eru með heimavallarréttinn, en við verðum að koma dýrvitlausir til leiks og vinna leiki á útivelli," sagði Artest. Þó yfirlýsingar hans kunni að hljóma ansi bjartsýnar, verður að telja honum það til tekna að hann lýsti því einmitt yfir að hann færi með lið Sacramento þegar hann gekk til liðs við það frá Indiana á miðjum vetri - og stóð við það. Liðið var í molum áður en Artest gekk í raðir þess, en hinn villti framherji hefur þjappað því saman inni á vellinum og varnarleikur hans hefur verið smitandi fyrir félaga hans. Hvort liðið á hinsvegar möguleika til að slá meistrana út úr úrslitakeppninni er aftur allt annar handleggur.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Enski boltinn Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Körfubolti Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Körfubolti Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Körfubolti Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Fótbolti Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Körfubolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Körfubolti Fleiri fréttir „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Frábær leikur Andra dugði ekki til Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Píla festist í fæti keppanda Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Welbeck skaut Brighton áfram Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli FH-ingar bikarmeistarar og Erna Sóley með mótsmet Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Dagskráin í dag: Spennandi leikir á Englandi, stórleikur í NBA og íslenskur körfubolti Sjá meira