Deildarkeppninni lokið 20. apríl 2006 12:53 Detroit endaði með bestan árangur allra liða í deildinni og verður með heimavallarréttinn alla úrslitakeppnina, sem hefst á laugardagskvöldið NordicPhotos/GettyImages Síðustu leikirnir í deildarkeppni NBA voru spilaðir í nótt, en á laugardag hefst úrslitakeppnin þar sem 16 sterkustu liðin leiða saman hesta sína. Það kom ekki í ljós fyrr en í gærkvöld hver endanleg uppröðun liðanna yrði í Austur- og Vesturdeildinni. Cleveland lagði Atlanta 100-99 og vann þar með 50. leik sinn í vetur. Josh Smith skoraði 21 stig fyrir Atlanta en Ronald Murray skoraði 19 fyrir Cleveland. Indiana náði sjötta sætinu í Austurdeildinni með því að leggja Orlando 89-83. Jermaine O´Neal skoraði 24 stig og hirti 13 fráköst hjá Indiana, en Carlos Arroyo skoraði 17 stig hjá Orlando. Boston lagði Miami 85-78. Dorell Wright skoraði 20 stig fyrir Miami en Ryan Gomes skoraði 19 stig fyrir Boston. Charlotte vann fjórða leikinn í röð með því að leggja Philadelphia 96-86. John Salmons skoraði 19 stig fyrir Philadelphia en Matt Carroll 24 fyrir Charlotte. LA Clippers lagði Dallas á útivelli 86-71. Corey Maggette skoraði 18 stig og hirti 11 fráköst fyrir Clippers, en Rawle Marshall skoraði 13 stig fyrir Dallas. San Antonio lagði Houston 89-87 og tryggði sér 63. sigurinn í vetur sem er félagsmet og næst besti árangurinn í deildinni. Brent Barry skoraði 19 stig fyrir San Antonio og Stromile Swift skoraði 18 stig fyrir Houston. Minnesota tapaði 102-92 fyrir Memphis á heimavelli í framlengingu, en liðið gætti þess vel að tapa leiknum til að tryggja sér hagstæðan valrétt í nýliðavalinu í sumar og var í raun skammarlegt að fylgjast með karaktersleysi Minnesotaliðsins á lokasprettinum á tímabilinu. Chicago burstaði Toronto 127-106 og tryggði sér 7. sætið í Austurdeildinni með frábærum lokaspretti. Ben Gordon skoraði 24 stig fyrir Chicago en Morris Peterson og Charlie Villanueva skoruðu 29 stig hvor. Utah lagði Golden State 105-102 og tryggði sér 50% vinningshlutfall. Carlos Boozer skoraði 26 stig og hirti 11 fráköst hjá Utah, en Monta Ellis skoraði 27 stig fyrir Golden State. Phoenix lagði Portland 106-96 sem þýðir að Portland endaði með lélegasta árangur allra liða í deildinni í vetur, aðeins 21 sigur og 61 töp. Shawn Marion skoraði 32 stig og hirti 11 fráköst hjá Phoenix en Jared Jack skoraði 18 stig fyrir Portland. LA Lakers burstaði New Orleans 115-95 og tryggði sér 7. sætið í Vesturdeildinni. Kobe Bryant skoraði 35 stig fyrir Lakers en PJ Brown skoraði 16 stig fyrir New Orleans. Loks vann Seattle auðveldan sigur á Denver 109-98. Denver hvíldi lykilmenn sína og tapaði sínum fjórða leik í röð, en Ray Allen sló NBA metið yfir flestar þriggja stiga körfur skoraðar á einu tímabili í deildarkeppninni og skoraði hann 269 slíkar í vetur. Hann endaði með 27 stig í leiknum, en DeMarr Johnson skoraði 22 stig fyrir Denver. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Þróttur | Halda gestirnir sér í titilbaráttu? Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Í beinni: Breiðablik - Zrinjski | Hundruð milljóna í húfi Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Sjá meira
Síðustu leikirnir í deildarkeppni NBA voru spilaðir í nótt, en á laugardag hefst úrslitakeppnin þar sem 16 sterkustu liðin leiða saman hesta sína. Það kom ekki í ljós fyrr en í gærkvöld hver endanleg uppröðun liðanna yrði í Austur- og Vesturdeildinni. Cleveland lagði Atlanta 100-99 og vann þar með 50. leik sinn í vetur. Josh Smith skoraði 21 stig fyrir Atlanta en Ronald Murray skoraði 19 fyrir Cleveland. Indiana náði sjötta sætinu í Austurdeildinni með því að leggja Orlando 89-83. Jermaine O´Neal skoraði 24 stig og hirti 13 fráköst hjá Indiana, en Carlos Arroyo skoraði 17 stig hjá Orlando. Boston lagði Miami 85-78. Dorell Wright skoraði 20 stig fyrir Miami en Ryan Gomes skoraði 19 stig fyrir Boston. Charlotte vann fjórða leikinn í röð með því að leggja Philadelphia 96-86. John Salmons skoraði 19 stig fyrir Philadelphia en Matt Carroll 24 fyrir Charlotte. LA Clippers lagði Dallas á útivelli 86-71. Corey Maggette skoraði 18 stig og hirti 11 fráköst fyrir Clippers, en Rawle Marshall skoraði 13 stig fyrir Dallas. San Antonio lagði Houston 89-87 og tryggði sér 63. sigurinn í vetur sem er félagsmet og næst besti árangurinn í deildinni. Brent Barry skoraði 19 stig fyrir San Antonio og Stromile Swift skoraði 18 stig fyrir Houston. Minnesota tapaði 102-92 fyrir Memphis á heimavelli í framlengingu, en liðið gætti þess vel að tapa leiknum til að tryggja sér hagstæðan valrétt í nýliðavalinu í sumar og var í raun skammarlegt að fylgjast með karaktersleysi Minnesotaliðsins á lokasprettinum á tímabilinu. Chicago burstaði Toronto 127-106 og tryggði sér 7. sætið í Austurdeildinni með frábærum lokaspretti. Ben Gordon skoraði 24 stig fyrir Chicago en Morris Peterson og Charlie Villanueva skoruðu 29 stig hvor. Utah lagði Golden State 105-102 og tryggði sér 50% vinningshlutfall. Carlos Boozer skoraði 26 stig og hirti 11 fráköst hjá Utah, en Monta Ellis skoraði 27 stig fyrir Golden State. Phoenix lagði Portland 106-96 sem þýðir að Portland endaði með lélegasta árangur allra liða í deildinni í vetur, aðeins 21 sigur og 61 töp. Shawn Marion skoraði 32 stig og hirti 11 fráköst hjá Phoenix en Jared Jack skoraði 18 stig fyrir Portland. LA Lakers burstaði New Orleans 115-95 og tryggði sér 7. sætið í Vesturdeildinni. Kobe Bryant skoraði 35 stig fyrir Lakers en PJ Brown skoraði 16 stig fyrir New Orleans. Loks vann Seattle auðveldan sigur á Denver 109-98. Denver hvíldi lykilmenn sína og tapaði sínum fjórða leik í röð, en Ray Allen sló NBA metið yfir flestar þriggja stiga körfur skoraðar á einu tímabili í deildarkeppninni og skoraði hann 269 slíkar í vetur. Hann endaði með 27 stig í leiknum, en DeMarr Johnson skoraði 22 stig fyrir Denver.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Þróttur | Halda gestirnir sér í titilbaráttu? Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Í beinni: Breiðablik - Zrinjski | Hundruð milljóna í húfi Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Sjá meira