Deildarkeppninni lokið 20. apríl 2006 12:53 Detroit endaði með bestan árangur allra liða í deildinni og verður með heimavallarréttinn alla úrslitakeppnina, sem hefst á laugardagskvöldið NordicPhotos/GettyImages Síðustu leikirnir í deildarkeppni NBA voru spilaðir í nótt, en á laugardag hefst úrslitakeppnin þar sem 16 sterkustu liðin leiða saman hesta sína. Það kom ekki í ljós fyrr en í gærkvöld hver endanleg uppröðun liðanna yrði í Austur- og Vesturdeildinni. Cleveland lagði Atlanta 100-99 og vann þar með 50. leik sinn í vetur. Josh Smith skoraði 21 stig fyrir Atlanta en Ronald Murray skoraði 19 fyrir Cleveland. Indiana náði sjötta sætinu í Austurdeildinni með því að leggja Orlando 89-83. Jermaine O´Neal skoraði 24 stig og hirti 13 fráköst hjá Indiana, en Carlos Arroyo skoraði 17 stig hjá Orlando. Boston lagði Miami 85-78. Dorell Wright skoraði 20 stig fyrir Miami en Ryan Gomes skoraði 19 stig fyrir Boston. Charlotte vann fjórða leikinn í röð með því að leggja Philadelphia 96-86. John Salmons skoraði 19 stig fyrir Philadelphia en Matt Carroll 24 fyrir Charlotte. LA Clippers lagði Dallas á útivelli 86-71. Corey Maggette skoraði 18 stig og hirti 11 fráköst fyrir Clippers, en Rawle Marshall skoraði 13 stig fyrir Dallas. San Antonio lagði Houston 89-87 og tryggði sér 63. sigurinn í vetur sem er félagsmet og næst besti árangurinn í deildinni. Brent Barry skoraði 19 stig fyrir San Antonio og Stromile Swift skoraði 18 stig fyrir Houston. Minnesota tapaði 102-92 fyrir Memphis á heimavelli í framlengingu, en liðið gætti þess vel að tapa leiknum til að tryggja sér hagstæðan valrétt í nýliðavalinu í sumar og var í raun skammarlegt að fylgjast með karaktersleysi Minnesotaliðsins á lokasprettinum á tímabilinu. Chicago burstaði Toronto 127-106 og tryggði sér 7. sætið í Austurdeildinni með frábærum lokaspretti. Ben Gordon skoraði 24 stig fyrir Chicago en Morris Peterson og Charlie Villanueva skoruðu 29 stig hvor. Utah lagði Golden State 105-102 og tryggði sér 50% vinningshlutfall. Carlos Boozer skoraði 26 stig og hirti 11 fráköst hjá Utah, en Monta Ellis skoraði 27 stig fyrir Golden State. Phoenix lagði Portland 106-96 sem þýðir að Portland endaði með lélegasta árangur allra liða í deildinni í vetur, aðeins 21 sigur og 61 töp. Shawn Marion skoraði 32 stig og hirti 11 fráköst hjá Phoenix en Jared Jack skoraði 18 stig fyrir Portland. LA Lakers burstaði New Orleans 115-95 og tryggði sér 7. sætið í Vesturdeildinni. Kobe Bryant skoraði 35 stig fyrir Lakers en PJ Brown skoraði 16 stig fyrir New Orleans. Loks vann Seattle auðveldan sigur á Denver 109-98. Denver hvíldi lykilmenn sína og tapaði sínum fjórða leik í röð, en Ray Allen sló NBA metið yfir flestar þriggja stiga körfur skoraðar á einu tímabili í deildarkeppninni og skoraði hann 269 slíkar í vetur. Hann endaði með 27 stig í leiknum, en DeMarr Johnson skoraði 22 stig fyrir Denver. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira
Síðustu leikirnir í deildarkeppni NBA voru spilaðir í nótt, en á laugardag hefst úrslitakeppnin þar sem 16 sterkustu liðin leiða saman hesta sína. Það kom ekki í ljós fyrr en í gærkvöld hver endanleg uppröðun liðanna yrði í Austur- og Vesturdeildinni. Cleveland lagði Atlanta 100-99 og vann þar með 50. leik sinn í vetur. Josh Smith skoraði 21 stig fyrir Atlanta en Ronald Murray skoraði 19 fyrir Cleveland. Indiana náði sjötta sætinu í Austurdeildinni með því að leggja Orlando 89-83. Jermaine O´Neal skoraði 24 stig og hirti 13 fráköst hjá Indiana, en Carlos Arroyo skoraði 17 stig hjá Orlando. Boston lagði Miami 85-78. Dorell Wright skoraði 20 stig fyrir Miami en Ryan Gomes skoraði 19 stig fyrir Boston. Charlotte vann fjórða leikinn í röð með því að leggja Philadelphia 96-86. John Salmons skoraði 19 stig fyrir Philadelphia en Matt Carroll 24 fyrir Charlotte. LA Clippers lagði Dallas á útivelli 86-71. Corey Maggette skoraði 18 stig og hirti 11 fráköst fyrir Clippers, en Rawle Marshall skoraði 13 stig fyrir Dallas. San Antonio lagði Houston 89-87 og tryggði sér 63. sigurinn í vetur sem er félagsmet og næst besti árangurinn í deildinni. Brent Barry skoraði 19 stig fyrir San Antonio og Stromile Swift skoraði 18 stig fyrir Houston. Minnesota tapaði 102-92 fyrir Memphis á heimavelli í framlengingu, en liðið gætti þess vel að tapa leiknum til að tryggja sér hagstæðan valrétt í nýliðavalinu í sumar og var í raun skammarlegt að fylgjast með karaktersleysi Minnesotaliðsins á lokasprettinum á tímabilinu. Chicago burstaði Toronto 127-106 og tryggði sér 7. sætið í Austurdeildinni með frábærum lokaspretti. Ben Gordon skoraði 24 stig fyrir Chicago en Morris Peterson og Charlie Villanueva skoruðu 29 stig hvor. Utah lagði Golden State 105-102 og tryggði sér 50% vinningshlutfall. Carlos Boozer skoraði 26 stig og hirti 11 fráköst hjá Utah, en Monta Ellis skoraði 27 stig fyrir Golden State. Phoenix lagði Portland 106-96 sem þýðir að Portland endaði með lélegasta árangur allra liða í deildinni í vetur, aðeins 21 sigur og 61 töp. Shawn Marion skoraði 32 stig og hirti 11 fráköst hjá Phoenix en Jared Jack skoraði 18 stig fyrir Portland. LA Lakers burstaði New Orleans 115-95 og tryggði sér 7. sætið í Vesturdeildinni. Kobe Bryant skoraði 35 stig fyrir Lakers en PJ Brown skoraði 16 stig fyrir New Orleans. Loks vann Seattle auðveldan sigur á Denver 109-98. Denver hvíldi lykilmenn sína og tapaði sínum fjórða leik í röð, en Ray Allen sló NBA metið yfir flestar þriggja stiga körfur skoraðar á einu tímabili í deildarkeppninni og skoraði hann 269 slíkar í vetur. Hann endaði með 27 stig í leiknum, en DeMarr Johnson skoraði 22 stig fyrir Denver.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira