Viðskipti innlent

Hámarkslán Íbúðalánasjóðs hækka

Félagsmálaráðherra hefur ákveðið hækkun á hámarkslánum Íbúðalánasjóðs úr 15,9 milljónum í 18 milljónir króna og hefur undirritað reglugerð þar af lútandi. Þá hefur hann jafnframt undirritað reglugerð um breytingu á reglugerð um ILS-veðbréf en samkvæmt þeim verður ekki lengur krafist þess af byggingaraðilum að þeir leggi fram bankaábyrgð vegna láns til nýbygginga. Þá verður ekki einungis miðað við brunabótamat við ákvörðun hámarkslán.

Eftirleiðis verður hámarkslán miðað við brunamótamat að viðbættu fasteignamati lóðar.

Báðar reglugerðirnar taka gildi þriðjudaginn 18. apríl. næstkomandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×