Innlent

Mikilvægt að grípa í taumana til að ná verðbólgunni niður

Það verður að berja niður verðbólguna ef ekki á að fara illa segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann óttast að fólk sætti sig við fjögurra til fimm prósenta verðbólgu og að hún verði enn meiri í framhaldinu.

Hagdeild ASÍ gerir ráð fyrir 4,8 prósenta verðbólgu í ár og 4,2 prósenta verðbólgu á næsta ári. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdarstjóri Samtaka Atvinnulífsins segir, að ef spár nái fram að ganga gæti farið svo að kjarasamningar verði í uppnámi með haustinu. Hann segir verðbólguna valda miklu tjóni í atvinnulífinu og ekki síður á einkaheimilum landsins. Vilhjálmur segir að ef verðbólga sé of mikil þá verði allar fjárhagslegar ákvarðanir ómarkvissar. Hann segir að fjármagsntekjuskattur verði íþyngjandi vegna þess að verðbólgan leggist fyrst og fremst á nafntekjur og því skekkist öll verðmæti.

Vilhjálmur kallar umfjöllun Dana um íslenskt efnahagslíf, "Dönsku árásina". Hann segir að fjárfestingar í Danmörku hafi orðið til þess að erlendir aðilar hafi misst trú á íslensku efnahagslífi þrátt fyrir að fátt hafi í rauninni breyst. Hann segir að þegar að Seðlabankinn hafi hækkað stýrivexti hafi vonir manna verið til að gengi krónunnar myndi styrkjast. Vilhjálmur segir að annað hafi komið á daginn og hann segir það "Dönsku áraásinni" um að kenna.

Hann segir að fjárfestingar í Danmörku hafi orðið til þess að erlendir aðilar hafi misst trú á íslensku efnahagslífi þrátt fyrir að fátt hafi í rauninni breyst. Hann segir að þegar að Seðlabankinn hafi hækkað stýrivexti hafi vonir manna verið til að gengi krónunnar myndi styrkjast. Vilhjálmur segir að annað hafi komið á daginn og hann segir það "Dönsku áraásinni" um að kenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×