Innlent

Má ekki nota upplýsingar um viðskiptavini sem færa sig yfir til keppinautar

Samkeppniseftirlitið hefur úrskurðað að Símanum sé óheimilt að misnota aðstöðu sína og beita sérstökum aðgerðum til þess að hafa áhrif á viðskiptavini á einstaklingsmarkaði sem hafa ákveðið að flytja viðskipti sín yfir til Og Vodafone. Úrskurðurinn felur í sér að Símanum er ókleift að heimsækja, hringja í eða senda tölvupóst til slíkra viðskiptavina. Upphaf málsins má rekja til kvörtunar frá árinu 2002 þar sem Símanum var bannað að nota upplýsingar sem fyrirtækið hafði yfir að ráða sem rekstraraðili grunnnetsins til beinnar og sértækrar markaðssóknar, svo sem upplýsingar sem snéru að talsímaþjónustu. Þannig var komið í veg fyrir að Síminn gæti sett upplýsingar um viðskiptavini, sem hefðu flutt viðskipti til keppinautar, í viðskiptamannaskrá sína.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×