Manchester United hefur undirritað auglýsingasamning við tryggingafélagið AIG (American International Group) og mun félagið bera auglýsingu fyrirtækisins á treyjum sínum á næsta tímabili. Samningurinn hljóðar upp á 56,5 milljónir punda fyrir næstu fjögur ár.
