Viðskipti erlent

Nálgast metverð á laxi

Mynd/G.Bender

Verð á laxi á alþjóðlegum fiskmörkuðum hefur hækkað verulega upp á síðkastið og nálgast nú sögulegt hámark. Kíló af laxi er komið í 40 norskar krónur, jafnvirði rúmra 400 íslenskra króna og hefur það ekki verið hærra í sex ár.

Í Vegvísi Landsbankans er haft eftir sérfræðingum að þeir telji verðhækkanirnar einkum stafa af almennri eftirspurn eftir fiski, hræðslu almennings við fuglaflensu og gríðarlegri eftirspurn eftir laxi í Rússlandi.

Þá segir að drjúgur hluti tekna Alfesca komi frá sölu á reyktum laxi og hafi hækkun á laxaverði iðulega neikvæð áhrif á framlegð félagsins. Haldi verð á laxi áfram að hækka, sem er ekki ólíklegt að mati sérfræðinga, muni það hafa umtalsverð áhrif á afkomu Alfesca.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×