Viðskipti innlent

Tryggingamiðstöðin vildi NEMI

Mynd/E.Ól.

Eftir lokun kauphallarinnar í Noregi föstudaginn 31. mars lýsti Tryggingamiðstöðin hf. (TM) formlega við stjórn Nemi forsikring ASA (NEMI) vilja til að gera kauptilboð í allt hlutafé NEMI. TM á 9,77 prósenta hlut í NEMI.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að það hafi lýst því í bréfi til stjórnar NEMI á hvaða forsendum TM væri reiðubúið að gera öðrum hluthöfum í NEMI formlegt tilboð. „Yrðu kaupin vinsamleg og því yrðu a.m.k. tvö skilyrði að vera uppfyllt; meirihluti hluthafa yrði að samþykkja kaupin og stjórnin yrði að styðja þau. Stuðningur við fyrra skilyrðið var auðfenginn en komið hefur á óvart að ekki fékkst stuðningur stjórnar NEMI við fyrirhuguð kaup þrátt fyrir fyrrnefndan vilja hluthafa. Afleiðingin af þessu er sú að TM hefur ekki látið í ljós nein áform um að gera tilboð," segir í tilkynningunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×