Viðskipti innlent

Glitnir banki hf. eignast meirihluta í Kreditkorti hf.

Glitnir banki hf. og Kaupþing banki hf. hafa komist að samkomulagi um viðskipti með hlutabréf í Kreditkorti hf. og Greiðslumiðlun hf. Glitnir hefur aukið hlut sinn í Kreditkorti hf. um 16% og var hluturinn keyptur af Kaupþingi banka. Glitnir á því 51% í Kreditkorti hf. eftir viðskiptin en hefur jafnframt selt Kaupþingi banka 18,45% hlut í Greiðslumiðlun hf. og á nú 0,05% hlut þar. Að auki á Glitnir kauprétt á því hlutafé sem Kaupþing banki heldur eftir í Kreditkortum hf. að frátöldu 0,05% heildarhlutafé í félaginu. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×