Standard & Poor's tilkynnir A- lánshæfismat Glitnis 28. mars 2006 10:04 Matsfyrirtækið Standard & Poor's tilkynnti í dag um lánshæfismat Glitnis og gefur matseinkunnina A- fyrir langtímaskuldbindingar og A-2 fyrir skammtímaskuldbindingar. Horfurnar eru stöðugar, að mati Standard & Poor's. Glitnir er fyrstur íslenskra banka til að fá lánshæfismat hjá Standard & Poor's, að því er fram kemur í tilkynningu til kauphallarinnar. Þá segir að samkvæmt Standard & Poor's endurspegli matið sterka stöðu Glitnis á innanlandsmarkaði og bætta dreifingu í eignasafni bankans með vaxandi starfsemi bankans í Noregi. Einnig er minnst á þann góða hagnað sem hefur verið í rekstri bankans á liðnum árum og almenn gæði eignasafnsins. Þá segir Standard & Poor's þá þætti sem vegi neikvætt við ákvörðun um lánshæfisflokk vera þá að bankinn hafi nokkra tiltölulega stóra lántakendur, hraðan vöxt eigna samhliða stefnumörkun sem mögulega eykur áhættu og það hvað heildsölumarkaður vegur þungt í fjármögnun bankans í erlendum myntum. Þá er haft eftir Bjarna Ármannssyni, forstjóra Glitnis, að bankinn sé ánægður með matið og að Glitnir sé nú kominn í „A flokk" hjá þremur stærstu lánshæfisfyrirtækjunum. „Gæði eignasafnsins og traust áhættustýring sýna vel styrk bankans og endurspeglast í þessu mati. Kaupin á BNbank í Noregi hafa enn bætt eignasafnið eins og S&P bendir á. Við trúum því að við getum haldið áfram að vaxa og auka hagnað Glitnis í samræmi við stefnumörkun bankans og þetta mat styður það," segir Bjarni. Tómas Kristjánsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, segir jafnframt: „Lánshæfismatið er í samræmi við okkar væntingar, með hliðsjón af annars vegar lánshæfismati íslenska ríkisins og hins vegar annarra norrænna banka. Glitnir fær mat sem er einu þrepi neðan við norræna banka á borð við SEB og Swedbank. Það er sami munur og er milli Glitnis og norrænu bankanna hjá hinum lánshæfismatsfyrirtækjunum (sjá töflu). S&P bendir á að fjárstýring Glitnis sé góð en vekur athygli á því hve bankinn reiðir sig á erlenda lánsfjármögnun á mörkuðum. Á það hefur áður verið bent af öðrum lánshæfismatsfyrirtækjum. Til að mæta þessu hefur bankinn lágmarkað áhættuna með því að breikka markvisst hóp skuldabréfafjárfesta og lánveitenda." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Sjá meira
Matsfyrirtækið Standard & Poor's tilkynnti í dag um lánshæfismat Glitnis og gefur matseinkunnina A- fyrir langtímaskuldbindingar og A-2 fyrir skammtímaskuldbindingar. Horfurnar eru stöðugar, að mati Standard & Poor's. Glitnir er fyrstur íslenskra banka til að fá lánshæfismat hjá Standard & Poor's, að því er fram kemur í tilkynningu til kauphallarinnar. Þá segir að samkvæmt Standard & Poor's endurspegli matið sterka stöðu Glitnis á innanlandsmarkaði og bætta dreifingu í eignasafni bankans með vaxandi starfsemi bankans í Noregi. Einnig er minnst á þann góða hagnað sem hefur verið í rekstri bankans á liðnum árum og almenn gæði eignasafnsins. Þá segir Standard & Poor's þá þætti sem vegi neikvætt við ákvörðun um lánshæfisflokk vera þá að bankinn hafi nokkra tiltölulega stóra lántakendur, hraðan vöxt eigna samhliða stefnumörkun sem mögulega eykur áhættu og það hvað heildsölumarkaður vegur þungt í fjármögnun bankans í erlendum myntum. Þá er haft eftir Bjarna Ármannssyni, forstjóra Glitnis, að bankinn sé ánægður með matið og að Glitnir sé nú kominn í „A flokk" hjá þremur stærstu lánshæfisfyrirtækjunum. „Gæði eignasafnsins og traust áhættustýring sýna vel styrk bankans og endurspeglast í þessu mati. Kaupin á BNbank í Noregi hafa enn bætt eignasafnið eins og S&P bendir á. Við trúum því að við getum haldið áfram að vaxa og auka hagnað Glitnis í samræmi við stefnumörkun bankans og þetta mat styður það," segir Bjarni. Tómas Kristjánsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, segir jafnframt: „Lánshæfismatið er í samræmi við okkar væntingar, með hliðsjón af annars vegar lánshæfismati íslenska ríkisins og hins vegar annarra norrænna banka. Glitnir fær mat sem er einu þrepi neðan við norræna banka á borð við SEB og Swedbank. Það er sami munur og er milli Glitnis og norrænu bankanna hjá hinum lánshæfismatsfyrirtækjunum (sjá töflu). S&P bendir á að fjárstýring Glitnis sé góð en vekur athygli á því hve bankinn reiðir sig á erlenda lánsfjármögnun á mörkuðum. Á það hefur áður verið bent af öðrum lánshæfismatsfyrirtækjum. Til að mæta þessu hefur bankinn lágmarkað áhættuna með því að breikka markvisst hóp skuldabréfafjárfesta og lánveitenda."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Sjá meira