Actavis Group hefur gert óformlegt tilboð í króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva, sem skráð er í kauphöllinni í Króatíu og London. Markaðsvirði félagsins er um 1,6 milljarðar dollara eða um 110 milljarðar króna.
Hjá félaginu starfa rúmlega 6000 manns og hefur það góða markaðsstöðu í Króatiu, Póllandi og Rússlandi, auk þess að selja lyf til Þýskalands, Ítalíu, Spánar og Bandaríkjanna.