Nash sneri aftur með stórleik 12. mars 2006 05:17 Það var ekki að sjá á leik Steve Nash í gærkvöld að hann væri að spila á bólgnum og bláum ökkla, því hann skilaði 31 stigi og 11 stoðsendingum í sigri á Minnesota NordicPhotos/GettyImages Leikstjórnandinn Steve Nash sneri aftur eftir ökklameiðsli með liði sínu Phoenix Suns í nótt og ekki var að sjá að hann kenndi til í ökklanum í sigri á Minnesota 110-102. Nash skoraði 31 stig og gaf 11 stoðsendingar, Tim Thomas skoraði 19 stig og Boris Diaw skoraði 18 stig. Hjá Minnesota var Kevin Garnett atkvæðamestur með 28 stig og 10 fráköst og Trenton Hassell var með 21 stig. Detroit hefur nú tapað þremur af fimm leikjum sínum eftir að liðið lá í annað sinn í vetur fyrir Washington 110-92. Gilbert Arenas skoraði 34 stig fyrir Washington en Rasheed Wallace skoraði 18 stig fyrir Detroit. Washington er aðeins annað liðið í deildinni í vetur sem nær að vinna tvo leiki gegn Detroit, en efsta lið deildarinnar hefur einnig tapað tvisvar fyrir Utah Jazz. Chicago lagði Atlanta á útivelli 95-90. Al Harrington skoraði 32 stig og hirti 10 fráköst fyrir Atlanta, en Luol Deng skoraði 21 stig fyrir Chicago. Orlando vann annan leik sinn í röð þegar liðið skellti Golden State 103-92. Heido Turkoglu skoraði 21 stig, hirti 12 frákast og gaf 8 stoðsendingar fyrir Orlando, en Derek Fisher skoraði 20 stig fyrir Golden State. Charlotte lagði New York 116-109 í uppgjöri botnliðanna í deildinni, en með sigrinum jafnaði Charlotte árangur sinn frá því í fyrra þó enn sé mikið eftir af tímabilinu og verður það i raun að teljast ásættanlegt þegar horft er til þess að fá lið hafa verið eins óheppin með meiðsli lykilmanna og Charlotte í vetur. Jumaine Jones skoraði 28 stig fyrir Charlotte, en Jalen Rose skoraði 23 stig fyrir New York. Los Angeles Clippers vann góðan útisigur á Milwaukee 106-98. Elton Brand skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst fyrir Clippers, Chris Kaman skoraði 22 stig og hirti 8 fráköst og Sam Cassell bætti við 20 stigum. Michael Redd skoraði 32 stig fyrir Milwaukee. Að lokum vann Dallas nokkuð öruggan sigur á Utah á útivelli 90-87, en leikurinn var sýndur beint á NBA TV á Digital Ísland og voru Evrópumennirnir í algjörum sérflokki í leiknum. Varnarmenn Utah réðu ekkert við Þjóðverjann Dirk Nowitzki hjá Dallas sem skoraði 34 stig og hirti 9 fráköst. Tyrkinn Mehmet Okur var bestur í liði Utah, skoraði 32 stig og hirti 11 fráköst og Rússinn Andrei Kirilenko skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Fótbolti Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Sport Fleiri fréttir Ótrúleg óheppni Slóvena Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Haukur klár í stærra hlutverk Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Dagskráin í dag: Veisluborð í Doc Zone Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Sjá meira
Leikstjórnandinn Steve Nash sneri aftur eftir ökklameiðsli með liði sínu Phoenix Suns í nótt og ekki var að sjá að hann kenndi til í ökklanum í sigri á Minnesota 110-102. Nash skoraði 31 stig og gaf 11 stoðsendingar, Tim Thomas skoraði 19 stig og Boris Diaw skoraði 18 stig. Hjá Minnesota var Kevin Garnett atkvæðamestur með 28 stig og 10 fráköst og Trenton Hassell var með 21 stig. Detroit hefur nú tapað þremur af fimm leikjum sínum eftir að liðið lá í annað sinn í vetur fyrir Washington 110-92. Gilbert Arenas skoraði 34 stig fyrir Washington en Rasheed Wallace skoraði 18 stig fyrir Detroit. Washington er aðeins annað liðið í deildinni í vetur sem nær að vinna tvo leiki gegn Detroit, en efsta lið deildarinnar hefur einnig tapað tvisvar fyrir Utah Jazz. Chicago lagði Atlanta á útivelli 95-90. Al Harrington skoraði 32 stig og hirti 10 fráköst fyrir Atlanta, en Luol Deng skoraði 21 stig fyrir Chicago. Orlando vann annan leik sinn í röð þegar liðið skellti Golden State 103-92. Heido Turkoglu skoraði 21 stig, hirti 12 frákast og gaf 8 stoðsendingar fyrir Orlando, en Derek Fisher skoraði 20 stig fyrir Golden State. Charlotte lagði New York 116-109 í uppgjöri botnliðanna í deildinni, en með sigrinum jafnaði Charlotte árangur sinn frá því í fyrra þó enn sé mikið eftir af tímabilinu og verður það i raun að teljast ásættanlegt þegar horft er til þess að fá lið hafa verið eins óheppin með meiðsli lykilmanna og Charlotte í vetur. Jumaine Jones skoraði 28 stig fyrir Charlotte, en Jalen Rose skoraði 23 stig fyrir New York. Los Angeles Clippers vann góðan útisigur á Milwaukee 106-98. Elton Brand skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst fyrir Clippers, Chris Kaman skoraði 22 stig og hirti 8 fráköst og Sam Cassell bætti við 20 stigum. Michael Redd skoraði 32 stig fyrir Milwaukee. Að lokum vann Dallas nokkuð öruggan sigur á Utah á útivelli 90-87, en leikurinn var sýndur beint á NBA TV á Digital Ísland og voru Evrópumennirnir í algjörum sérflokki í leiknum. Varnarmenn Utah réðu ekkert við Þjóðverjann Dirk Nowitzki hjá Dallas sem skoraði 34 stig og hirti 9 fráköst. Tyrkinn Mehmet Okur var bestur í liði Utah, skoraði 32 stig og hirti 11 fráköst og Rússinn Andrei Kirilenko skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Fótbolti Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Sport Fleiri fréttir Ótrúleg óheppni Slóvena Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Haukur klár í stærra hlutverk Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Dagskráin í dag: Veisluborð í Doc Zone Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Sjá meira