Innlent

Krónan veikist

Gengi íslensku krónunnar hefur lækkað um 3% í morgun og telja sérfræðingar að þar valdi að viðskipthallinn hafi reynst meiri en búist var við.

Á vefsíðu Seðlabanka Íslands frá í morgun segir að á fjórða ársfjórðungi 2005 hafi halli á viðskiptum við útlönd verið 53,1 milljarðs króna samkvæmt bráðabirgðauppgjöri bankans. Á sama tímabili árið áður hafi viðskiptahallinn verið 35,2 milljarðar króna. Viðskiptahallinn var samtals 164,1 milljarður króna á árinu 2005 samanborið við 85,3 milljarða króna árið áður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×