Fyrsta sigurganga New York í tvo mánuði 8. mars 2006 05:52 Jalen Rose fagnar hér sigrinum á Indiana ákaft með því að hoppa á félaga sinn Nate Robinson sem var spariklæddur á leiknum vegna meiðsla. NordicPhotos/GettyImages Botnlið New York vann í nótt annan leik sinn í röð í NBA deildinni í körfubolta þegar liði skellti Indiana nokkuð óvænt á útivelli 107-92, en þetta er í fyrsta sinn í tvo mánuði sem New York vinnur tvo leiki í röð og hafa báðir sigrar liðsins komið á útivelli. Jalen Rose skoraði 21 stig gegn sínum gömlu félögum, en þeir Peja Stojakovic og Stephen Jackson skoruðu 20 hvor fyrir Indiana. Atlanta lagði Golden State 113-106 þar sem þeir Joe Johnson hjá Atlanta og Jason Richardson háðu mikið skoteinvígi og enduðu báðir með 42 stig í leiknum. Cleveland vann sigur á Toronto 106-99. Ron Murray skoraði 24 stig fyrir Cleveland og LeBron James skoraði 17 stig, hirti 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Mike James var atkvæðamestur hjá Toronto með 31 stig og Chris Bosh skoraði 28 stig. Paul Pierce skoraði sigurkörfu Boston gegn Washington í leik sem varð að framlengja og lokatölur urðu 116-115 fyrir Boston. Pierce skoraði 31 stig fyrir Boston í leiknum, en Gilbert Arenas setti 39 stig fyrir Washington. Houston lagði Minnesota 93-87. Yao Ming skoraði 30 stig og hirti 13 fráköst fyrir Houston sem lék án Tracy McGrady sem er meiddur í baki. Marcus Banks var góður í liði Minnesota og skoraði 26 stig og Kevin Garnett skoraði 15 stig og hirti 21 frákast. Chicago lagði New Jersey 95-87. Andres Nocioni setti persónulegt met hjá Chicago með 24 stigum og það gerði sömuleiðis miðherjinn Nenad Krstic hjá New Jersey með 29 stigum og 13 fráköstum. Jason Kidd átti 13 stoðsendingar og hirti 10 fráköst í liði New Jersey, en hitti skelfilega í leiknum og skoraði aðeins 5 stig sem kom í veg fyrir að hann næði enn einni þrennunni á stuttum tíma. Dallas lenti í bullandi vandræðum með botnlið Portland á heimavelli sínum en náði að hafa sigur í lokin 93-87. Jason Terry skoraði 26 stig fyrir Dallas, en Zach Randolph skoraði 33 stig og hirti 8 fráköst hjá Portland. Loks töpuðu meistarar San Antonio fyrir LA Clippers 98-85, en San Antonio var búið að vinna sjö leiki í röð áður en liðið brotlenti í Los Angeles. Elton Brand skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst í liði Clippers og Sam Cassell skoraði 15 stig og gaf 11 stoðsendingar, en Tony Parker skoraði 20 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan skoraði 16 stig, gaf 7 stoðsendingar og hirti 7 fráköst. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Halda Orra og Sporting engin bönd Handbolti Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira
Botnlið New York vann í nótt annan leik sinn í röð í NBA deildinni í körfubolta þegar liði skellti Indiana nokkuð óvænt á útivelli 107-92, en þetta er í fyrsta sinn í tvo mánuði sem New York vinnur tvo leiki í röð og hafa báðir sigrar liðsins komið á útivelli. Jalen Rose skoraði 21 stig gegn sínum gömlu félögum, en þeir Peja Stojakovic og Stephen Jackson skoruðu 20 hvor fyrir Indiana. Atlanta lagði Golden State 113-106 þar sem þeir Joe Johnson hjá Atlanta og Jason Richardson háðu mikið skoteinvígi og enduðu báðir með 42 stig í leiknum. Cleveland vann sigur á Toronto 106-99. Ron Murray skoraði 24 stig fyrir Cleveland og LeBron James skoraði 17 stig, hirti 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Mike James var atkvæðamestur hjá Toronto með 31 stig og Chris Bosh skoraði 28 stig. Paul Pierce skoraði sigurkörfu Boston gegn Washington í leik sem varð að framlengja og lokatölur urðu 116-115 fyrir Boston. Pierce skoraði 31 stig fyrir Boston í leiknum, en Gilbert Arenas setti 39 stig fyrir Washington. Houston lagði Minnesota 93-87. Yao Ming skoraði 30 stig og hirti 13 fráköst fyrir Houston sem lék án Tracy McGrady sem er meiddur í baki. Marcus Banks var góður í liði Minnesota og skoraði 26 stig og Kevin Garnett skoraði 15 stig og hirti 21 frákast. Chicago lagði New Jersey 95-87. Andres Nocioni setti persónulegt met hjá Chicago með 24 stigum og það gerði sömuleiðis miðherjinn Nenad Krstic hjá New Jersey með 29 stigum og 13 fráköstum. Jason Kidd átti 13 stoðsendingar og hirti 10 fráköst í liði New Jersey, en hitti skelfilega í leiknum og skoraði aðeins 5 stig sem kom í veg fyrir að hann næði enn einni þrennunni á stuttum tíma. Dallas lenti í bullandi vandræðum með botnlið Portland á heimavelli sínum en náði að hafa sigur í lokin 93-87. Jason Terry skoraði 26 stig fyrir Dallas, en Zach Randolph skoraði 33 stig og hirti 8 fráköst hjá Portland. Loks töpuðu meistarar San Antonio fyrir LA Clippers 98-85, en San Antonio var búið að vinna sjö leiki í röð áður en liðið brotlenti í Los Angeles. Elton Brand skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst í liði Clippers og Sam Cassell skoraði 15 stig og gaf 11 stoðsendingar, en Tony Parker skoraði 20 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan skoraði 16 stig, gaf 7 stoðsendingar og hirti 7 fráköst.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Halda Orra og Sporting engin bönd Handbolti Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira