Annar mannanna sem handteknir voru vegna hnífsstunguárásar á mann á skemmtistaðnum Gauki á Stöng í fyrrinótt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til næsta föstudags. Hinum var sleppt fyrr í dag. Þá eru mennirnir þrír sem grunaðir eru um aðild að hnífsstunguárásinni í Tryggvagötunni síðastliðna nótt enn í haldi lögreglu, en ekki liggur fyrir hvort óskað verði eftir gæsluvarðhaldi yfir einhverjum þeirra.
Gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar
