Innlent

Stjórn Straums klofnaði

Stjórn Straums klofnaði þegar stjórn félagsins skipti með sér verkum að loknum aðalfundi félagsins í dag

Björgólfur Thor Björgólfsson hafði verið einróma kosinn formaður þegar koma að kjöri varaformanns. Var þá borinn upp tillaga um að Eggert Magnússon yrði varaformaður. Tillagan kom Magnúsi Kristinssyni, einum stærsta hluthafa Straums á óvart, enda hafði hann verið varaformaður síðasta árið og átti von á áframhaldandi setu í embættinu.



Gengið var til atkvæða og fékk Eggert Magnússon atkvæði Björgólfs Thors og Þórunnar Guðmundsdóttur sem sat sem varamaður á fundinum, auk síns eigin. Þorunn bar tilöguna fram.

Magnús og Kristinn Björnsson greiddu akvæði með Magnúsi. Ljóst er að ósætti er í stjórninni eftir þetta og samkvæmt heimildum Markaðarins er ekki ólíklegt að kjörið dragi dilk á eftir sér. Fram til þessa hafi ekki verið litið svo á að hluthafar félagsins skiptust í fylkingar, en Björgólfur hafi með þessu valtað yfir stóra hluthafa og búið til klofning í stjórninni. Magnús gekk samkvæmt heimildum af fundi þegar niðurstaðan var ljós.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×