Innlent

Segir Icelandic Group selja ólöglega veiddan þorsk

MYND/Vilhelm

Breska blaðið The Guardian segir að íslenska fyrirtækið Icelandic Grop, sem áður hét SH, selji ólöglega veiddan þorsk úr Barentshafi, sem veiddur sé utan kvóta og fari á svartan markað. Fyrirtækið Ocean Trawlers annist söluna fyrir togarana, en Icelandic Grop hafi keypt á annað þúsund tonn af fiskafruðum af því í fyrra og meðal annars selt til þúsunda Fish and Chips staða á Bretlandi. Finnbogi Baldvinsson, framkvæmdastjóri breska sölusvæðisins, segir í viðtali við blaðið að Icelandic Group kaupi fisk af Ocean Trawlers í góðri trú á opinberu eftirliti með veiðunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×