Segir Jón Gerald hafa verið með spuna hjá lögreglu 17. febrúar 2006 12:00 Jón Gerald Sullenberger var með hreinan spuna hjá lögreglu, segir fyrrverandi tengdasonur Jóhannesar Jónssonar í Bónus. Þar vísar hann í vitnisburð Jóns Geralds um innflutning bíla frá Bandaríkjunum. Eitt vitni var leitt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í Baugsmálinu í morgun, en aðalmeðferð málsins hefst á mánudag. Það vitni var Jón Garðar Ögmundsson, fyrrverandi eiginmaður Kristínar Jóhannesdóttur, Jóhannesar í Bónus. Þegar þau viðskipti sem fjallað var um í morgun áttu sér stað voru þau Jón Garðar og Kristín hjón og var Jón Garðar þá framkvæmdastjóri Pönnu pítsa sem rak Pizza Hut, sem var í eigu Gaums, fjárfestingarfélags Bónusfjölskyldunnar. Saksóknari spurði Jón Garðar ítarlega út í viðskipti sem hann átti við Jón Gerald Sullenberger um áramótin 1999/2000. Jón Garðar sagðist hafa fengið Jón Gerald til að aðstoða sig við að kaupa inn deig og annað hráefni fyrir Pizza Hut frá Bandaríkjunum þar sem það væri hagstæðara. Eftir nokkra vinnu hafi hins vegar komið í ljós að þau viðskipti gætu ekki gengið þar sem ekki var um sambærilega vöru að ræða og evrópskir birgjar létu í té og samræmdust evrópskum reglum. Hann hafi hins vegar greitt Jóni Gerald fyrir vinnuna, 23.970 bandaríkjadali. Aðspurður hvort hvort Kristín Jóhannsdóttir hefði á sama tíma verið að kaupa bíl frá Bandaríkjunum sagði þáverandi eiginmaður hennar að hún hefði verið að leita eftir bíl þaðan, en það hafi ekki tengst viðskiptum þeirra nafna. Lögmaður Kristínar bar skýrslu sem Jón Gerald hafði gefið hjá lögreglu undir Jón Garðar, en þar sagðist Jón Gerald engin viðskipti hafa átt við Pönnu pítsur, en hafi útbúið umræddan reikning á fyrirtækið vegna tveggja bíla sem eigendurnir hafi flutt inn. Jón Garðar sagði dómnum að hann kannaðist ekkert við þessa bíla og reikningurinn hefði verið fyrir fyrrgreind störf og þeir nafnar hefðu þekkst og átt viðskipti í hálfan annan áratug. Hann sagði framburð Jóns Geralds stórfurðulegan og að hann væri hreinn spuni. Aðalmeðferð málsins verður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag og þriðjudag. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Jón Gerald Sullenberger var með hreinan spuna hjá lögreglu, segir fyrrverandi tengdasonur Jóhannesar Jónssonar í Bónus. Þar vísar hann í vitnisburð Jóns Geralds um innflutning bíla frá Bandaríkjunum. Eitt vitni var leitt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í Baugsmálinu í morgun, en aðalmeðferð málsins hefst á mánudag. Það vitni var Jón Garðar Ögmundsson, fyrrverandi eiginmaður Kristínar Jóhannesdóttur, Jóhannesar í Bónus. Þegar þau viðskipti sem fjallað var um í morgun áttu sér stað voru þau Jón Garðar og Kristín hjón og var Jón Garðar þá framkvæmdastjóri Pönnu pítsa sem rak Pizza Hut, sem var í eigu Gaums, fjárfestingarfélags Bónusfjölskyldunnar. Saksóknari spurði Jón Garðar ítarlega út í viðskipti sem hann átti við Jón Gerald Sullenberger um áramótin 1999/2000. Jón Garðar sagðist hafa fengið Jón Gerald til að aðstoða sig við að kaupa inn deig og annað hráefni fyrir Pizza Hut frá Bandaríkjunum þar sem það væri hagstæðara. Eftir nokkra vinnu hafi hins vegar komið í ljós að þau viðskipti gætu ekki gengið þar sem ekki var um sambærilega vöru að ræða og evrópskir birgjar létu í té og samræmdust evrópskum reglum. Hann hafi hins vegar greitt Jóni Gerald fyrir vinnuna, 23.970 bandaríkjadali. Aðspurður hvort hvort Kristín Jóhannsdóttir hefði á sama tíma verið að kaupa bíl frá Bandaríkjunum sagði þáverandi eiginmaður hennar að hún hefði verið að leita eftir bíl þaðan, en það hafi ekki tengst viðskiptum þeirra nafna. Lögmaður Kristínar bar skýrslu sem Jón Gerald hafði gefið hjá lögreglu undir Jón Garðar, en þar sagðist Jón Gerald engin viðskipti hafa átt við Pönnu pítsur, en hafi útbúið umræddan reikning á fyrirtækið vegna tveggja bíla sem eigendurnir hafi flutt inn. Jón Garðar sagði dómnum að hann kannaðist ekkert við þessa bíla og reikningurinn hefði verið fyrir fyrrgreind störf og þeir nafnar hefðu þekkst og átt viðskipti í hálfan annan áratug. Hann sagði framburð Jóns Geralds stórfurðulegan og að hann væri hreinn spuni. Aðalmeðferð málsins verður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag og þriðjudag.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent