Íslenska krónan hækkaði næstmest allra gjaldmiðla í heiminum gagnvart bandaríska dollaranum fyrstu vikuna í febrúar. Krónan hækkaði um rúmlega þrjú prósent gagnvart dollarnum og aðeins kanadíski dollarinn hækkaði meira í síðustu viku, eða um rösklega sex prósent. Þrátt fyrir það er dollarinn nú rétt tæpar sextíu og fjórar krónur, en hann fór um tíma á síðasta ári niður fyrir sextíu krónur.
Krónan hækkaði mest gagnvart dalnum
