Haukastúlkur unnu auðveldan sigur á ÍBV í toppbaráttu DHL-deildar kvenna í handbolta í dag, 36-28 en leikið var á Ásvöllum. Ramune Pekarskyté var markahæst Haukastúlkna með 10 mörk og Hanna G. Stefánsdóttir kom næst með 8 mörk. Hjá ÍBV var Ragna Karen Sigurðardóttir markahæst með 8 mörk og Simona Vintila kom næst með 7 mörk.
Haukar eru efstar í deilinni með 18 stig eftir 10 leiki en ÍBV í öðru sæti með 17 stig eftir 11 leiki.

