Baugur Group hagnaðist um 28 milljarða króna eftir skatta á síðasta ári. Þar af eru fimmtán milljarðar króna í formi innleysts hagnaðar. Eignir Baugs í árslok voru bókfærðar á 145 milljarða króna og eigið fé var 62,9 milljarðar.
Eiginfjárhlutfall var 43 prósent og arðsemi eigin fjár á síðasta ári nam 78,7 prósentum.
Stærsta eign Baugs er hlutafjáreign í FL Group, en næst koma hlutabréf félagsins í Mosaic og Keops. Í fjórða sæti er svo hlutafjáreignin í Dagsbrún, móðurfélagi 365 ljósvakamiðla.