Innlent

Hagnaður eykst um 135%

MYND/Stefán

Hagnaður 16 helstu félaganna í Kauphöll Íslands, fyrir utan KB banka, eykst um 135% á milli áranna 2004 og 2005 að mati Greiningadeildar KB banka. Í spá bankans er gert ráð fyrir mun minni aukningu á árinu 2006.

Gert er ráð fyrir að hagnaður félaganna verði 114 milljarðar króna á síðastliðnu ári samanborið við tæplega 49 milljarða hagnað þeirra á árinu 2004.

Þetta er um 66 milljarða aukning á milli ára. Um er að ræða fimmföldun hagnaðar milli ára sem borin er uppi af miklum gengishagnaði af innlendum og erlendum hlutabréfum félaga í fjármálatengdri starfsemi. Greiningardeild KB banka telur þó að ekki megi búast við jafn mikilli aukningu á árinu 2006 og gerir ráð fyrir að hún verði tæplega 5%.

Greiningardeildin spáir um 4% verðbólgu á þessu ári en verðbólga á árinu 2005 var 4,4%, yfir þolmörkum Seðlabanka Íslands. Í greiningu bankans segir einnig að gengi hlutabréfa á síðasta ári hafi verið umfram væntingar og því sé meiri áhætta en oft áður fólgin í fjárfestingu á innlendum hlutabréfum. Þó er gert ráð fyrir að Úrvalsvísitala Kauphallarinnar verði 7000 stig í lok árs en hún er nú rúm 6200 stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×