Forráðamenn Tottenham eru nú í viðræðum við Slavia Prag með það fyrir augum að fá hinn unga miðjumann Marek Suchy til liðs við sig. Suchy þessi er aðeins 17 ára gamall og hefur vakið hrifningu útsendara enska liðsins, sem reyna nú að fá hann til reynslu. Tottenham á gott samstarf við Slavia Prag og er einn leikmanna liðsins í láni hjá tékkneska liðinu sem stendur.
