Bryan Robson, stjóri West Brom í ensku úrvalsdeildinni, hefur fullan hug á að reyna að lokka fyrrum landsliðsmanninn Ugo Ehiogu frá Middlesbrough á næstu dögum. Robson keypti Ehiogu til Boro á sínum tíma fyrir metfé þegar hann var stjóri liðsins, en Ehiogu hefur lítið fengið að spreyta sig með liði sínu í vetur.
