Ívar Ingimarsson og félagar í Reading eru í góðum málum í ensku 1. deildinni eftir leiki dagsins, en liðið vann stórsigur á Cardiff síðdegis, 5-1. Ívar var að venju í byrjunarliði Reading í leiknum, en Brynjar Björn Gunnarsson var á varamannabekknum.
Lið Jóhannesar Karls Guðjónssonar, Leiceister City, tapaði 2-0 fyrir Crystal Palace þar sem Jóhannes var í liði Leiceister, en Hannes Þ Sigurðsson kom ekki við sögu hjá Stoke sem gerði jafntefli við Ipswich 2-2.