Chelsea lagði granna sína í West Ham 3-1 á Upton Park í ensku úrvalsdeildinni nú áðan og heldur því áfram öruggri forystu á toppi deildarinnar. Það var Frank Lampard sem kom Chelsea yfir í leiknum, en Marlon Harewood jafnaði metin í upphafi síðari hálfleiks. Það voru svo Hernan Crespo og Didier Drogba sem tryggðu Chelsea sigurinn með mörkum á 62. og 80. mínútu.
Eiður Smári Guðjohnsen var á varamannabekk Chelsea fyrir leikinn, en kom inná á strax á 13. mínútu fyrir Michael Essien sem meiddist og þurfti að fara af velli. Eiður fékk að líta gula spjaldið undir lok leiksins.