Áhorfendahópurinn breikkar 28. desember 2006 07:30 Hópur fjárfesta undir forystu Björgólfs Thors tók tékkneska fjarskiptafélagið CRa yfir árið 2004 og seldi félagið með áttatíu milljarða króna söluhagnaði tveimur árum síðar. MYND/Vilhelm Seint í nóvember bárust þau tíðindi að fjárfestingasjóðirnir CVIL og Bivideon, sem eru að stærstum hluta í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefðu selt tékkneska símafyrirtækið CESKE Radiokomunikace (CRa) til Al Bateen Investments, Lehman Brothers og Mid Europa Partners fyrir 1,2 milljarða evra eða um 110 milljarða króna. Landsbankinn og Straumur-Burðarás áttu einnig hluti í sjóðunum en söluhagnaður nam alls áttatíu milljörðum króna. Þetta var í senn stærsta sala íslenskra fjárfesta frá upphafi og mesti innleysti hagnaður af sölu. Á aðeins tveimur árum tókst eigendum félagsins að tvöfalda verðmæti CRa en áætlað er að söluhagnaður Björgólfs hafi numið um það bil 56 milljörðum króna að meðtöldum arðgreiðslum. Til samanburðar seldu Björgólfsfeðgar og Magnús Þorsteinsson Bravo-bjórverksmiðjurnar í Pétursborg til Heineken fyrir fjörutíu milljarða króna á sínum tíma. Þessi einstaka sala vakti að vonum mikla athygli í viðskiptalífinu og var dómnefnd Markaðarins einhuga um að þetta væru viðskipti ársins 2006 í íslensku viðskiptalífi.Keypt á tvöfalda „EBITDA“CRa rekur sögu sína til ársins 1963 og var einkavætt árið 2001. Verðmætasti eignarhlutur þess er um fjörutíu prósenta hlutur í T-Mobile, öðru stærsta símafyrirtæki Tékklands, en auk þess liggja mikil verðmæti í fastlínum og dreifikerfum sem félagið hefur byggt upp á liðnum árum. Félögin sem Björgólfur Thor fór fyrir hófu að kaupa hlutabréf í tékkneska fjarskiptafélaginu árið 2003 og afskráðu það úr Kauphöllinni í Prag ári síðar.Samkvæmt upplýsingum Markaðarins var CRa keypt upphaflega á einungis tvöfalda EBITDA - það er á tvöfaldan rekstrarhagnað fyrir afskriftir. Stjórnendur félagsins áttu ekki síður stóran þátt í þeirri verðmætamyndun sem varð síðar til innan veggja CRa en útsjónarsemi kaupenda. Kannski mætti líta svo á hlutina að viðskiptin hefðu verið viðskipti ársins fyrir tveimur árum þegar félagið var keypt á afar hagstæðu verði en að salan í ár hefði farið fram á eðlilegu verði.Björgólfur segir að lítið hafi farið fyrir tékkneska félaginu sem var hans fyrsta fjárfesting í fjarskiptageiranum og sú fyrsta sem hann innleysti hagnað af. Þetta hafi verið mjög skemmtilegt á allan hátt og gjöfult eins og síðar kom á daginn. Hann var spurður hvort fjárfestahópurinn hefði leyst út hagnað fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Nei, þetta var svona nokkurn veginn á áætlun í tímaramma. Þetta var fyrsta fjárfesting mín í fjarskiptageiranum og þarna kviknaði í rauninni áhugi minn á símageiranum. Eftir þetta fór ég að fjárfesta meira í honum."Kaupendahópurinn breikkarBjörgólfur Thor segir að salan hafi vakið mikla athygli í Evrópu, enda var þarna á ferðinni stærsta skuldsetta yfirtakan í Mið-Evrópu af hálfu fjárfestingasjóða. „Þetta hefur breikkað áhorfendahópinn ef maður getur orðað það svo. Þessir hefðbundnu „private equity" sjóðir hafa ekki verið mikið í verkefnum af þessari stærðargráðu í Mið-Evrópu en eftir að þessi skuldsetta yfirtaka átti sér stað þá eru fleiri sjóðir sem hafa áhuga á því að fara til Mið-Evrópu. Það er gott mál fyrir okkur því við eigum góðar eignir þar."Björgólfur segir að mestur tími hans fari í að sinna stórum fjárfestingaverkefnum í Búlgaríu en hann er umsvifamesti erlendi fjárfestirinn í Búlgaríu. Hlutur Novators, fjárfestingafélags Björgólfs, er um 75 prósent í búlgarska símanum BTC og nemur markaðsvirði bréfanna 105 milljörðum króna. Þegar hann kom að verkefninu störfuðu 24 þúsund manns hjá félaginu; nú starfa þar fjórtán þúsund. „Þarna hefur geysileg endurskipulagning farið fram en sú vinna gengur vel. Við erum reyndar aðeins á undan okkar áætlunum þar hvað varðar nútímavæðingu á kerfinu." Búlgaría gengur um áramótin inn í Evrópusambandið sem gerir hlutina ákaflega spennandi að mati Björgólfs Thor.Hann horfir einnig til fjárfestinga í fjármálageiranum í Mið- og Austur-Evrópu, en þar eru miklir vaxtamöguleikar. Hann á um 34 prósenta hlut í Economic and Investment Bank, einum af tíu stærstu bönkum Búlgaríu sem er skráður í Kauphöllina í Sofíu. „Eftir því sem hagkerfin verða stöðugri og kaupmáttur eykst þá er það fyrsta sem fólk gerir er að taka lán út á húsnæði, kaupa sér stærri íbúðir eða gera þær upp."Einstök fjárfesting í PóllandiÞegar Markaðurinn ræddi við Björgólf Thor var hann nýkominn frá Póllandi. Novator fjárfesti í fjarskiptafélaginu P4 í fyrra en á næsta ári stefnir pólska félagið að verða það fyrsta sem býður þriðju kynslóðina af farsímaþjónustu í Póllandi. Fjárfestingin í P4 er merkileg á margan hátt. Þetta var fjárfesting þar sem menn byrjuðu með tvær hendur tómar þar sem enginn grunnur var til staðar. „Frá því að vera með tóma skrifstofu og eitt leyfi erum við komnir með tvö hundruð manns í vinnu. Andrúmsloftið er ákaflega skemmtilegt þar."Björgólfur Thor segir að hann hafi skoðað fjárfestingar í fleiri Austur- og Mið-Evrópuríkjum á borð við Slóvakíu og Slóveníu. Novator hefur tekið þátt í fjórum til fimm uppboðum en ekkert varð úr því að það hreppti hnossin þar sem mönnum fannst símafyrirtækin vera of dýr þegar á hólminn var komið. „Við erum líka alltaf að leita að öðrum leiðum en að bjóða beint í fyrirtækin. Það getur verið vel verið að við förum þá leið sem farin var í Póllandi að byggja frá grunni beint í öðrum fyrirtækjum."Þriðja kynslóðinBjörgólfi finnst ekki síður skemmtilegt að sjá þegar sú vinna sem átt hefur sér stað við þróun á þriðju kynslóðar farsímum er farin að skila fullbúinni vöru. „Við höfum kynnst því núna í Finnlandi þar sem menn eru lengst komnir. Þar er kominn tveggja megabitahraði í farsímatengingu í Helsinki. Menn eru farnir að horfa á allt aðra vöru, geta horft á sjónvarp í farsímanum sínum."Novator Finland er langstærsti hluthafinn í finnska fjarskiptafélaginu Elisa. Sölutölur í Finnlandi sýna að þegar kerfið sjálft er komið í gang eru kúnnarnir fljótir að skipta á milli kerfa. „Mig grunar að það sama muni gerast á öðrum mörkuðum, að það verði hraðari skipting úr venjulegum gsm-símum í þriðju kynslóðina." Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Seint í nóvember bárust þau tíðindi að fjárfestingasjóðirnir CVIL og Bivideon, sem eru að stærstum hluta í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefðu selt tékkneska símafyrirtækið CESKE Radiokomunikace (CRa) til Al Bateen Investments, Lehman Brothers og Mid Europa Partners fyrir 1,2 milljarða evra eða um 110 milljarða króna. Landsbankinn og Straumur-Burðarás áttu einnig hluti í sjóðunum en söluhagnaður nam alls áttatíu milljörðum króna. Þetta var í senn stærsta sala íslenskra fjárfesta frá upphafi og mesti innleysti hagnaður af sölu. Á aðeins tveimur árum tókst eigendum félagsins að tvöfalda verðmæti CRa en áætlað er að söluhagnaður Björgólfs hafi numið um það bil 56 milljörðum króna að meðtöldum arðgreiðslum. Til samanburðar seldu Björgólfsfeðgar og Magnús Þorsteinsson Bravo-bjórverksmiðjurnar í Pétursborg til Heineken fyrir fjörutíu milljarða króna á sínum tíma. Þessi einstaka sala vakti að vonum mikla athygli í viðskiptalífinu og var dómnefnd Markaðarins einhuga um að þetta væru viðskipti ársins 2006 í íslensku viðskiptalífi.Keypt á tvöfalda „EBITDA“CRa rekur sögu sína til ársins 1963 og var einkavætt árið 2001. Verðmætasti eignarhlutur þess er um fjörutíu prósenta hlutur í T-Mobile, öðru stærsta símafyrirtæki Tékklands, en auk þess liggja mikil verðmæti í fastlínum og dreifikerfum sem félagið hefur byggt upp á liðnum árum. Félögin sem Björgólfur Thor fór fyrir hófu að kaupa hlutabréf í tékkneska fjarskiptafélaginu árið 2003 og afskráðu það úr Kauphöllinni í Prag ári síðar.Samkvæmt upplýsingum Markaðarins var CRa keypt upphaflega á einungis tvöfalda EBITDA - það er á tvöfaldan rekstrarhagnað fyrir afskriftir. Stjórnendur félagsins áttu ekki síður stóran þátt í þeirri verðmætamyndun sem varð síðar til innan veggja CRa en útsjónarsemi kaupenda. Kannski mætti líta svo á hlutina að viðskiptin hefðu verið viðskipti ársins fyrir tveimur árum þegar félagið var keypt á afar hagstæðu verði en að salan í ár hefði farið fram á eðlilegu verði.Björgólfur segir að lítið hafi farið fyrir tékkneska félaginu sem var hans fyrsta fjárfesting í fjarskiptageiranum og sú fyrsta sem hann innleysti hagnað af. Þetta hafi verið mjög skemmtilegt á allan hátt og gjöfult eins og síðar kom á daginn. Hann var spurður hvort fjárfestahópurinn hefði leyst út hagnað fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Nei, þetta var svona nokkurn veginn á áætlun í tímaramma. Þetta var fyrsta fjárfesting mín í fjarskiptageiranum og þarna kviknaði í rauninni áhugi minn á símageiranum. Eftir þetta fór ég að fjárfesta meira í honum."Kaupendahópurinn breikkarBjörgólfur Thor segir að salan hafi vakið mikla athygli í Evrópu, enda var þarna á ferðinni stærsta skuldsetta yfirtakan í Mið-Evrópu af hálfu fjárfestingasjóða. „Þetta hefur breikkað áhorfendahópinn ef maður getur orðað það svo. Þessir hefðbundnu „private equity" sjóðir hafa ekki verið mikið í verkefnum af þessari stærðargráðu í Mið-Evrópu en eftir að þessi skuldsetta yfirtaka átti sér stað þá eru fleiri sjóðir sem hafa áhuga á því að fara til Mið-Evrópu. Það er gott mál fyrir okkur því við eigum góðar eignir þar."Björgólfur segir að mestur tími hans fari í að sinna stórum fjárfestingaverkefnum í Búlgaríu en hann er umsvifamesti erlendi fjárfestirinn í Búlgaríu. Hlutur Novators, fjárfestingafélags Björgólfs, er um 75 prósent í búlgarska símanum BTC og nemur markaðsvirði bréfanna 105 milljörðum króna. Þegar hann kom að verkefninu störfuðu 24 þúsund manns hjá félaginu; nú starfa þar fjórtán þúsund. „Þarna hefur geysileg endurskipulagning farið fram en sú vinna gengur vel. Við erum reyndar aðeins á undan okkar áætlunum þar hvað varðar nútímavæðingu á kerfinu." Búlgaría gengur um áramótin inn í Evrópusambandið sem gerir hlutina ákaflega spennandi að mati Björgólfs Thor.Hann horfir einnig til fjárfestinga í fjármálageiranum í Mið- og Austur-Evrópu, en þar eru miklir vaxtamöguleikar. Hann á um 34 prósenta hlut í Economic and Investment Bank, einum af tíu stærstu bönkum Búlgaríu sem er skráður í Kauphöllina í Sofíu. „Eftir því sem hagkerfin verða stöðugri og kaupmáttur eykst þá er það fyrsta sem fólk gerir er að taka lán út á húsnæði, kaupa sér stærri íbúðir eða gera þær upp."Einstök fjárfesting í PóllandiÞegar Markaðurinn ræddi við Björgólf Thor var hann nýkominn frá Póllandi. Novator fjárfesti í fjarskiptafélaginu P4 í fyrra en á næsta ári stefnir pólska félagið að verða það fyrsta sem býður þriðju kynslóðina af farsímaþjónustu í Póllandi. Fjárfestingin í P4 er merkileg á margan hátt. Þetta var fjárfesting þar sem menn byrjuðu með tvær hendur tómar þar sem enginn grunnur var til staðar. „Frá því að vera með tóma skrifstofu og eitt leyfi erum við komnir með tvö hundruð manns í vinnu. Andrúmsloftið er ákaflega skemmtilegt þar."Björgólfur Thor segir að hann hafi skoðað fjárfestingar í fleiri Austur- og Mið-Evrópuríkjum á borð við Slóvakíu og Slóveníu. Novator hefur tekið þátt í fjórum til fimm uppboðum en ekkert varð úr því að það hreppti hnossin þar sem mönnum fannst símafyrirtækin vera of dýr þegar á hólminn var komið. „Við erum líka alltaf að leita að öðrum leiðum en að bjóða beint í fyrirtækin. Það getur verið vel verið að við förum þá leið sem farin var í Póllandi að byggja frá grunni beint í öðrum fyrirtækjum."Þriðja kynslóðinBjörgólfi finnst ekki síður skemmtilegt að sjá þegar sú vinna sem átt hefur sér stað við þróun á þriðju kynslóðar farsímum er farin að skila fullbúinni vöru. „Við höfum kynnst því núna í Finnlandi þar sem menn eru lengst komnir. Þar er kominn tveggja megabitahraði í farsímatengingu í Helsinki. Menn eru farnir að horfa á allt aðra vöru, geta horft á sjónvarp í farsímanum sínum."Novator Finland er langstærsti hluthafinn í finnska fjarskiptafélaginu Elisa. Sölutölur í Finnlandi sýna að þegar kerfið sjálft er komið í gang eru kúnnarnir fljótir að skipta á milli kerfa. „Mig grunar að það sama muni gerast á öðrum mörkuðum, að það verði hraðari skipting úr venjulegum gsm-símum í þriðju kynslóðina."
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira