Skin og skúrir, en bjart framundan 28. desember 2006 06:00 Ingólfur Helgason. Velgengni Kaupþings var ríkissjóði happafengur og innkoma banka á íbúðalánamarkað var mesta kjarabót almennings. Þetta var ár andstæðna þar sem skiptust á skin og skúrir. Reksturinn gekk mjög vel og bankinn óx og dafnaði. Starfsemin hér á landi gengur prýðilega um þessar mundir og í heild verður þetta gott ár fyrir okkur. Á fyrri hluta ársins þurftum við að glíma við ákveðna erfiðleika í tengslum við áhyggjur og skrif erlendra greiningaraðila um stöðu íslenska fjármálakerfisins og þar með bankanna. Mikil vinna fór í að kynna bankann og bæta enn frekar upplýsingagjöf og það virðist hafa skilað sér. Við nýttum árið á margan hátt vel að mínu mati. Við bættum markaðsstöðu okkar hér á landi á flestum sviðum enda var áherslan lögð á frekari samþættingu starfseminnar. Við hófumst handa við að endurnýja útibú bankans. Það var orðið tímabært, sum útibúin hafa verið óbreytt um alllangt skeið og því orðin börn síns tíma. Þetta verkefni mun halda áfram á árinu 2007, en hugmyndin með nýju útibúunum er að opna þau, gera bjartari, aðgengilegri og nútímalegri. Við lítum svo á að það eigi að vera gaman að koma í bankann, þar eigi fólki að líða vel. Þessar breytingar munu án efa auka ánægju á meðal viðskiptavina okkar. Þá hefur verið ánægjulegt að sjá hve vel gengur með stækkun höfuðstöðva bankans, en nú á vormánuðum munum við taka í notkun viðbyggingu sem tvöfaldar stærð höfuðstöðva bankans. Núverandi húsnæði er löngu sprungið og stækkunin því orðin tímabær. Nú um áramótin lögðum við niður heitið „KB banki" og munum þess í stað notast við Kaupþings nafnið okkar. Kaupþing banki er lögheiti bankans, en hjáheitið KB banki varð til við sameiningu Búnaðarbanka Íslands og Kaupþings banka 2003. Þetta var tilkynnt innan bankans nú í desember og er almenn ánægja með þessa breytingu. Ég er tiltölulega bjartsýnn á rekstur bankans á árinu 2007. Fátt bendir til annars en að mjúk lending verði í efnahagslífinu þar sem verðbólgan er á niðurleið og vextir Seðlabankans hafa væntanlega náð hámarki. Velgengni undanfarinna ára byggist á traustum stoðum og ég tel að við Íslendingar séum nú rétt að byrja að njóta ávaxtanna af hinni miklu og jákvæðu umbyltingu sem átt hefur sér stað í íslenska fjármálageiranum. Við hjá Kaupþingi innleiddum samkeppni í húsnæðislánum á Íslandi og er það ein mesta kjarabót heimilanna á undanförnum árum. Að sama skapi er vöxtur og viðgangur Kaupþings ein mesta kjarabót ríkissjóðs. Fyrir fáum árum greiddu innlendir bankar nær enga skatta, en í ár greiddi Kaupþing um sjö milljarða í skatta, sem mun meðal annars nýtast til að niðurgreiða samkeppni við bankann með ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs. Þessi samkeppnisstaða er að mínu mati tímaskekkja. Að þeim orðum sögðum óska ég fyrir mína hönd og starfsmanna allra, landsmönnum gæfuríks árs. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Tengdar fréttir Samrunar og sókn framundan Árið 2006 var áhugavert fyrir marga hluta sakir en það sem bar hæst að mínum dómi var sá mótbyr sem íslensku viðskiptabankarnir fengu á sig á árinu og neikvæð umfjöllun erlendra fagaðila og fjölmiðla um þá. Þetta setti svip sinn á sókn bankanna erlendis og hægði á henni sem ég tel að mörgu leyti hafa verið jákvætt fyrir þá. 28. desember 2006 06:00 Mest lesið Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
Þetta var ár andstæðna þar sem skiptust á skin og skúrir. Reksturinn gekk mjög vel og bankinn óx og dafnaði. Starfsemin hér á landi gengur prýðilega um þessar mundir og í heild verður þetta gott ár fyrir okkur. Á fyrri hluta ársins þurftum við að glíma við ákveðna erfiðleika í tengslum við áhyggjur og skrif erlendra greiningaraðila um stöðu íslenska fjármálakerfisins og þar með bankanna. Mikil vinna fór í að kynna bankann og bæta enn frekar upplýsingagjöf og það virðist hafa skilað sér. Við nýttum árið á margan hátt vel að mínu mati. Við bættum markaðsstöðu okkar hér á landi á flestum sviðum enda var áherslan lögð á frekari samþættingu starfseminnar. Við hófumst handa við að endurnýja útibú bankans. Það var orðið tímabært, sum útibúin hafa verið óbreytt um alllangt skeið og því orðin börn síns tíma. Þetta verkefni mun halda áfram á árinu 2007, en hugmyndin með nýju útibúunum er að opna þau, gera bjartari, aðgengilegri og nútímalegri. Við lítum svo á að það eigi að vera gaman að koma í bankann, þar eigi fólki að líða vel. Þessar breytingar munu án efa auka ánægju á meðal viðskiptavina okkar. Þá hefur verið ánægjulegt að sjá hve vel gengur með stækkun höfuðstöðva bankans, en nú á vormánuðum munum við taka í notkun viðbyggingu sem tvöfaldar stærð höfuðstöðva bankans. Núverandi húsnæði er löngu sprungið og stækkunin því orðin tímabær. Nú um áramótin lögðum við niður heitið „KB banki" og munum þess í stað notast við Kaupþings nafnið okkar. Kaupþing banki er lögheiti bankans, en hjáheitið KB banki varð til við sameiningu Búnaðarbanka Íslands og Kaupþings banka 2003. Þetta var tilkynnt innan bankans nú í desember og er almenn ánægja með þessa breytingu. Ég er tiltölulega bjartsýnn á rekstur bankans á árinu 2007. Fátt bendir til annars en að mjúk lending verði í efnahagslífinu þar sem verðbólgan er á niðurleið og vextir Seðlabankans hafa væntanlega náð hámarki. Velgengni undanfarinna ára byggist á traustum stoðum og ég tel að við Íslendingar séum nú rétt að byrja að njóta ávaxtanna af hinni miklu og jákvæðu umbyltingu sem átt hefur sér stað í íslenska fjármálageiranum. Við hjá Kaupþingi innleiddum samkeppni í húsnæðislánum á Íslandi og er það ein mesta kjarabót heimilanna á undanförnum árum. Að sama skapi er vöxtur og viðgangur Kaupþings ein mesta kjarabót ríkissjóðs. Fyrir fáum árum greiddu innlendir bankar nær enga skatta, en í ár greiddi Kaupþing um sjö milljarða í skatta, sem mun meðal annars nýtast til að niðurgreiða samkeppni við bankann með ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs. Þessi samkeppnisstaða er að mínu mati tímaskekkja. Að þeim orðum sögðum óska ég fyrir mína hönd og starfsmanna allra, landsmönnum gæfuríks árs.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Tengdar fréttir Samrunar og sókn framundan Árið 2006 var áhugavert fyrir marga hluta sakir en það sem bar hæst að mínum dómi var sá mótbyr sem íslensku viðskiptabankarnir fengu á sig á árinu og neikvæð umfjöllun erlendra fagaðila og fjölmiðla um þá. Þetta setti svip sinn á sókn bankanna erlendis og hægði á henni sem ég tel að mörgu leyti hafa verið jákvætt fyrir þá. 28. desember 2006 06:00 Mest lesið Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
Samrunar og sókn framundan Árið 2006 var áhugavert fyrir marga hluta sakir en það sem bar hæst að mínum dómi var sá mótbyr sem íslensku viðskiptabankarnir fengu á sig á árinu og neikvæð umfjöllun erlendra fagaðila og fjölmiðla um þá. Þetta setti svip sinn á sókn bankanna erlendis og hægði á henni sem ég tel að mörgu leyti hafa verið jákvætt fyrir þá. 28. desember 2006 06:00