Samrunar og sókn framundan 28. desember 2006 06:00 Þórður steig ný skref á árinu og stjórnar nú nýju fjárfestingarfélagi eftir mikil uppgangsár í forstjórastóli Straums - Burðaráss. Árið 2006 var áhugavert fyrir marga hluta sakir en það sem bar hæst að mínum dómi var sá mótbyr sem íslensku viðskiptabankarnir fengu á sig á árinu og neikvæð umfjöllun erlendra fagaðila og fjölmiðla um þá. Þetta setti svip sinn á sókn bankanna erlendis og hægði á henni sem ég tel að mörgu leyti hafa verið jákvætt fyrir þá. Þessi umræða jók á kröfur viðskiptabankanna um betri upplýsingagjöf og hefur styrkt innviði og skipulag flestra þeirra sem og aukið kröfur á stjórnendur. Það jákvæða við þetta allt er að nú í dag er þekking erlendra fagfjárfesta á íslensku efnahagslífi meiri en í upphafi árs sem getur fært okkur tækifæri. Hjá mér bar það hæst að ég skipti um starfsvettvang á miðju ári og kvæntist nú í lok ársins, Nönnu Björgu Lúðvíksdóttur eftir 16 ára samband og þrjú börn, löngu kominn tími á það. Ég er bjarsýnn á komandi ár en þróun alþjóðlegra fjármálamarkaða mun ráða umtalsverðu um þróun hérlendis. Ég tel að við eigum eftir að sjá frekari stækkun og sókn banka erlendis og jafnvel samruna banka. Það er mikill kraftur í efnahagslífinu um þessar mundir en hættumerkin eru víða til staðar. Því mun skipta lykilmáli fyrir fyrirtækin í landinu hvernig stjórnun efnahagsmála verður, að hún verði trúverðug og aðhaldssöm þar sem viðskiptahallinn er mikill í alþjóðlegum samanburði, vextir hafa verið háir og gengi krónunnar sterkt. Því er mikilvæg að ná jafnvægi en það gerist ekki nema með því að einstaklingar, stjórnvöld og atvinnulífið sýni ábyrgð. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Sjá meira
Árið 2006 var áhugavert fyrir marga hluta sakir en það sem bar hæst að mínum dómi var sá mótbyr sem íslensku viðskiptabankarnir fengu á sig á árinu og neikvæð umfjöllun erlendra fagaðila og fjölmiðla um þá. Þetta setti svip sinn á sókn bankanna erlendis og hægði á henni sem ég tel að mörgu leyti hafa verið jákvætt fyrir þá. Þessi umræða jók á kröfur viðskiptabankanna um betri upplýsingagjöf og hefur styrkt innviði og skipulag flestra þeirra sem og aukið kröfur á stjórnendur. Það jákvæða við þetta allt er að nú í dag er þekking erlendra fagfjárfesta á íslensku efnahagslífi meiri en í upphafi árs sem getur fært okkur tækifæri. Hjá mér bar það hæst að ég skipti um starfsvettvang á miðju ári og kvæntist nú í lok ársins, Nönnu Björgu Lúðvíksdóttur eftir 16 ára samband og þrjú börn, löngu kominn tími á það. Ég er bjarsýnn á komandi ár en þróun alþjóðlegra fjármálamarkaða mun ráða umtalsverðu um þróun hérlendis. Ég tel að við eigum eftir að sjá frekari stækkun og sókn banka erlendis og jafnvel samruna banka. Það er mikill kraftur í efnahagslífinu um þessar mundir en hættumerkin eru víða til staðar. Því mun skipta lykilmáli fyrir fyrirtækin í landinu hvernig stjórnun efnahagsmála verður, að hún verði trúverðug og aðhaldssöm þar sem viðskiptahallinn er mikill í alþjóðlegum samanburði, vextir hafa verið háir og gengi krónunnar sterkt. Því er mikilvæg að ná jafnvægi en það gerist ekki nema með því að einstaklingar, stjórnvöld og atvinnulífið sýni ábyrgð.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Sjá meira