Tækifæri í breyttum neysluvenjum 28. desember 2006 07:45 Árið 2006 markaði tímamót í sögu Bakkavarar Group en við fögnuðum tuttugu ára afmæli félagsins á árinu. Strax við stofnun félagsins settum við okkur metnaðarfull markmið um framtíðarvöxt og það er ánægjulegt að tuttugu árum seinna skuli Bakkavör Group vera orðin stærsti framleiðandi ferskra tilbúinna matvæla í Bretz samþætting starfseminnar hefur gengið vel í kjölfar yfirtökunnar á breska matvælafyrirtækinu Geest á síðasta ári. Við höfum einnig haldið áfram að styrkja stöðu okkar á breska matvælamarkaðinum með kaupum á fjórum fyrirtækjum á árinu. Enn fremur stigum við okkar fyrstu skref í Kína með kaupum í salatframleiðandanum Creative Foods í samvinnu við Glitni.Í miðri neyslubyltinguÁgúst Guðmundsson forstjóri Bakkavarar Group Bakkavör keypti fjögur bresk matvælafyrirtæki á árinu auk þess að taka sín fyrstu skref í Kína með kaupum á salatframleiðandanum Creative Foods í samvinnu við Glitni. Markaðurinn/StefánEftir tuttugu ára sögu teljum við að félagið hafi aldrei verið betur í stakk búið til áframhaldandi vaxtar en einmitt nú. Heimurinn er að breytast með aukinni velmegun og bættum lífskjörum. Það má segja að við séum stödd í miðri neyslubyltingu þar sem nútímalífsstíll fólks er að gjörbreyta neysluvenjum þess. Eitt það athyglisverðasta í þessari þróun, fyrir utan aukinn áhuga fólks á hollustu og gæðum, er að stór hluti neytenda veltir fyrir sér í síauknum mæli uppruna hráefnis og hvort þess sé aflað á sjálfbæran og ábyrgan hátt.Þessi aukni áhugi neytenda á samfélagsmálum og siðferðilegum spurningum hefur mikil tækfæri í för með sér fyrir fyrirtæki eins og Bakkavör. Reyndar tel ég að á sama hátt ættu Íslendingar að sjá sér leik á borði að nýta sér þessa alþjóðlegu þróun enda höfum við ótal tækifæri þegar kemur að sjálfbærri nýtingu auðlinda og umhverfisvernd vegna náttúrulegrar sérstöðu Íslands.Vörurnar hluti af lífsstílBreski matvælamarkaðurinn hefur þróast hraðar en aðrir markaðir á sviði ferskra tilbúinna matvæla undanfarin ár og má segja að þær vörur sem við framleiðum séu nú þegar orðnar hluti af lífsstíl fólks þar í landi. Ég spái því að matvælamarkaðurinn á meginlandi Evrópu muni halda áfram að þróast hratt í sömu átt, svo ekki sé minnst á Asíu, en þar liggja gríðarleg tækifæri á sviði ferskrar tilbúinnar matvöru. Við stefnum að því að styrkja stöðu okkar enn frekar á meginlandi Evrópu og hasla okkur völl á ýmsum mörkuðum innan Asíu á næstu misserum. Mikils að vænta af ExistaÞað bar einnig til tíðinda á árinu að í tengslum við uppbyggingu Exista ákváðum við bræðurnir að skipta um hlutverk innan Bakkavör Group. Ég tók við starfi forstjóra af Lýð í apríl síðastliðnum en hann gegnir áfram lykilhlutverki í stefnumótandi ákvörðunum félagsins sem stjórnarformaður. Hann er jafnframt starfandi stjórnarformaður Exista en uppbygging þess félags hefur verið hröð á árinu. Einn af hápunktum ársins hjá okkur var án efa skráning Exista í Kauphöll Íslands og það er ljóst að mikils má vænta af félaginu á næstu árum. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Sjá meira
Árið 2006 markaði tímamót í sögu Bakkavarar Group en við fögnuðum tuttugu ára afmæli félagsins á árinu. Strax við stofnun félagsins settum við okkur metnaðarfull markmið um framtíðarvöxt og það er ánægjulegt að tuttugu árum seinna skuli Bakkavör Group vera orðin stærsti framleiðandi ferskra tilbúinna matvæla í Bretz samþætting starfseminnar hefur gengið vel í kjölfar yfirtökunnar á breska matvælafyrirtækinu Geest á síðasta ári. Við höfum einnig haldið áfram að styrkja stöðu okkar á breska matvælamarkaðinum með kaupum á fjórum fyrirtækjum á árinu. Enn fremur stigum við okkar fyrstu skref í Kína með kaupum í salatframleiðandanum Creative Foods í samvinnu við Glitni.Í miðri neyslubyltinguÁgúst Guðmundsson forstjóri Bakkavarar Group Bakkavör keypti fjögur bresk matvælafyrirtæki á árinu auk þess að taka sín fyrstu skref í Kína með kaupum á salatframleiðandanum Creative Foods í samvinnu við Glitni. Markaðurinn/StefánEftir tuttugu ára sögu teljum við að félagið hafi aldrei verið betur í stakk búið til áframhaldandi vaxtar en einmitt nú. Heimurinn er að breytast með aukinni velmegun og bættum lífskjörum. Það má segja að við séum stödd í miðri neyslubyltingu þar sem nútímalífsstíll fólks er að gjörbreyta neysluvenjum þess. Eitt það athyglisverðasta í þessari þróun, fyrir utan aukinn áhuga fólks á hollustu og gæðum, er að stór hluti neytenda veltir fyrir sér í síauknum mæli uppruna hráefnis og hvort þess sé aflað á sjálfbæran og ábyrgan hátt.Þessi aukni áhugi neytenda á samfélagsmálum og siðferðilegum spurningum hefur mikil tækfæri í för með sér fyrir fyrirtæki eins og Bakkavör. Reyndar tel ég að á sama hátt ættu Íslendingar að sjá sér leik á borði að nýta sér þessa alþjóðlegu þróun enda höfum við ótal tækifæri þegar kemur að sjálfbærri nýtingu auðlinda og umhverfisvernd vegna náttúrulegrar sérstöðu Íslands.Vörurnar hluti af lífsstílBreski matvælamarkaðurinn hefur þróast hraðar en aðrir markaðir á sviði ferskra tilbúinna matvæla undanfarin ár og má segja að þær vörur sem við framleiðum séu nú þegar orðnar hluti af lífsstíl fólks þar í landi. Ég spái því að matvælamarkaðurinn á meginlandi Evrópu muni halda áfram að þróast hratt í sömu átt, svo ekki sé minnst á Asíu, en þar liggja gríðarleg tækifæri á sviði ferskrar tilbúinnar matvöru. Við stefnum að því að styrkja stöðu okkar enn frekar á meginlandi Evrópu og hasla okkur völl á ýmsum mörkuðum innan Asíu á næstu misserum. Mikils að vænta af ExistaÞað bar einnig til tíðinda á árinu að í tengslum við uppbyggingu Exista ákváðum við bræðurnir að skipta um hlutverk innan Bakkavör Group. Ég tók við starfi forstjóra af Lýð í apríl síðastliðnum en hann gegnir áfram lykilhlutverki í stefnumótandi ákvörðunum félagsins sem stjórnarformaður. Hann er jafnframt starfandi stjórnarformaður Exista en uppbygging þess félags hefur verið hröð á árinu. Einn af hápunktum ársins hjá okkur var án efa skráning Exista í Kauphöll Íslands og það er ljóst að mikils má vænta af félaginu á næstu árum.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Sjá meira