Ójafnvægi efnahagslífsins veldur enn áhyggjum 28. desember 2006 06:15 Hörður Arnarson, forstjóri Marels, segir að tími sé til kominn að ræða á málefnalegan hátt mögulega aðild að Evrópusambandinu og upptöku evrunnar. Árið 2006 var mjög viðburðaríkt ár hjá Marel. Í tengslum við aðalfund félagsins í febrúar var kynnt metnaðarfull stefna um áframhaldandi vöxt þess. Í stefnunni fólst að Marel stefndi að því að leiða samrunaferli sem fyrirsjánlegt var að gerðist á mörkuðum félagsins. Markmiðið var að þrefalda veltu félagsins á næstu þremur til fimm árum. Í kjölfarið var ráðist í kaup á tveimur alþjóðlegum félögum: AEW/Delford í apríl og Scanvægt í ágúst. Í framhaldi af því var hlutafé félagsins aukið með öflugri aðkomu erlendra fjárfesta, íslenskra lífeyrissjóða og almennings. Fyrirtækið er nú fjármagnað til þess að takast á við áframhaldandi vöxt í samræmi við yfirlýsta stefnu félagsins. Seinni hluti ársins mótaðist af umfangsmiklum samþættingarverkefnum, sem ná munu fram að ganga á fyrri hluta ársins 2007. Samþættingarvinnan hefur gengið vel og líklegt að hún muni skila hluthöfum umtalsverðum framtíðarverðmætum, viðskiptavinum félagsins bættu vöru- og þjónustuframboði og starfsmönnum spennandi starfsþróunarmöguleikum. Rekstrarumhverfi félagsins á Íslandi batnaði verulega er leið á árið með veikingu íslensku krónunnar. Verulegt áhyggjuefni er þó það ójafnvægi sem er í íslensku efnahagslífi sem kemur fram í verðbólgu, viðskiptahalla, háu vaxtastigi og spákaupmennsku með íslensku krónuna. Mjög vandasamt verkefni er framundan, sem er að vinda ofan af þessari stöðu. Framundan tel ég að séu tvö málefni fyrir íslenskt efnahagslíf sem mikilvægt er að taka afstöðu til: - Endurskoða þarf peningamálastefnuna í ljósi þeirrar reynslu sem nú hefur fengist af tveimur hagsveiflum. Stefnan hefur alls ekki skilað tilætluðum árangri og á löngum tímum hefur hún unnið þvert gegn markmiðum sínum. Ýmsar ástæður eru fyrir því en skortur á stuðningi við peningamálastefnuna frá sveitarfélögum, opinberum fyrirtækjum og stjórnvöldum hefur þar vegið mjög þungt. - Ræða þarf á málefnalegan hátt mögulega aðild Íslendinga að ESB og upptöku evru. Hverjir eru raunverulegir valkostir og hvaða möguleikar skila bestu lífskjörum á Íslandi. Mikilvægt er að stjórnmálaflokkar og hagsmunasamtök taki á málefnalegan hátt þátt í þessari umræðu - umræðu sem átti sér stað fyrir meira en áratugi meðal allra annarra Evrópuþjóða. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Árið 2006 var mjög viðburðaríkt ár hjá Marel. Í tengslum við aðalfund félagsins í febrúar var kynnt metnaðarfull stefna um áframhaldandi vöxt þess. Í stefnunni fólst að Marel stefndi að því að leiða samrunaferli sem fyrirsjánlegt var að gerðist á mörkuðum félagsins. Markmiðið var að þrefalda veltu félagsins á næstu þremur til fimm árum. Í kjölfarið var ráðist í kaup á tveimur alþjóðlegum félögum: AEW/Delford í apríl og Scanvægt í ágúst. Í framhaldi af því var hlutafé félagsins aukið með öflugri aðkomu erlendra fjárfesta, íslenskra lífeyrissjóða og almennings. Fyrirtækið er nú fjármagnað til þess að takast á við áframhaldandi vöxt í samræmi við yfirlýsta stefnu félagsins. Seinni hluti ársins mótaðist af umfangsmiklum samþættingarverkefnum, sem ná munu fram að ganga á fyrri hluta ársins 2007. Samþættingarvinnan hefur gengið vel og líklegt að hún muni skila hluthöfum umtalsverðum framtíðarverðmætum, viðskiptavinum félagsins bættu vöru- og þjónustuframboði og starfsmönnum spennandi starfsþróunarmöguleikum. Rekstrarumhverfi félagsins á Íslandi batnaði verulega er leið á árið með veikingu íslensku krónunnar. Verulegt áhyggjuefni er þó það ójafnvægi sem er í íslensku efnahagslífi sem kemur fram í verðbólgu, viðskiptahalla, háu vaxtastigi og spákaupmennsku með íslensku krónuna. Mjög vandasamt verkefni er framundan, sem er að vinda ofan af þessari stöðu. Framundan tel ég að séu tvö málefni fyrir íslenskt efnahagslíf sem mikilvægt er að taka afstöðu til: - Endurskoða þarf peningamálastefnuna í ljósi þeirrar reynslu sem nú hefur fengist af tveimur hagsveiflum. Stefnan hefur alls ekki skilað tilætluðum árangri og á löngum tímum hefur hún unnið þvert gegn markmiðum sínum. Ýmsar ástæður eru fyrir því en skortur á stuðningi við peningamálastefnuna frá sveitarfélögum, opinberum fyrirtækjum og stjórnvöldum hefur þar vegið mjög þungt. - Ræða þarf á málefnalegan hátt mögulega aðild Íslendinga að ESB og upptöku evru. Hverjir eru raunverulegir valkostir og hvaða möguleikar skila bestu lífskjörum á Íslandi. Mikilvægt er að stjórnmálaflokkar og hagsmunasamtök taki á málefnalegan hátt þátt í þessari umræðu - umræðu sem átti sér stað fyrir meira en áratugi meðal allra annarra Evrópuþjóða.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira