Erum bara rétt að byrja 28. desember 2006 07:45 Jón Ásgeir Jóhannesson. Viðburðaríkt ár að baki og ekki að furða að forstjóri Baugs Group hafi verið valinn annar áhrifamesti maðurinn í breskum tískuiðnaði af tískuritinu Drapers Fashion í desembermánuði. Vísir/MHH Árið hefur einkennst af fjárfestingum, einkum í frægum tískufyrirtækjum en í nóvember festi Baugur til að mynda kaup á House of Fraser, einu frægasta tískuhúsi Bretlands. Varla leið sá mánuður að Baugur réðist ekki í stórkaup og var byrjað strax í janúar. Þá festi fyrirtækið kaup á Atlas Ejendomme, dönsku fjárfestingafélagi en Atlas á yfir 150 þúsund fermetra af húsnæði á mörgum af dýrustu stöðum Kaupmannahafnar. Í febrúar sameinaðist Julian Graves Whittard of Chelsea, te og kaffiverslanakeðju, einni stærstu í heiminum í sínum geira. Í apríl keypti Baugur Group síðan hlut í Wyevale Garden Centers í Bretlandi og í sama mánuði sameinaðist Mosaic Fashions, sem Baugur á 37% hlut í, Rubicon Retail. Stefna sameinaðs félags er að stækka og eflast á sviði kventískufatnaðar og hefur gengið vel hjá fyrirtækinu á árinu. Margir góðir samningar voru gerðir á árinu og til marks um það seldi FL Group, sem Baugur á 18,2% hlut í, Icelandair Group. Söluhagnaður nam 26 milljörðum íslenskra króna. Á sumarmánuðum stofnaði dótturfyrirtæki Baugs, M-Holding, Scandinavian Design & Retail. Félagið mun einbeita sér að því að finna ný fjárfestingartækifæri í tískuiðnaðinum á Norðurlöndum. Sams konar fyrirtæki stofnuðum við síðan í Bretlandi og hefur það félag sama hlutverki að gegna þar í landi. Við höfum aðallega horft til vel þekktra hátískufyrirtækja með góða vaxtamöguleika og þeirri stefnu munum við halda áfram enda reynst vel. Í október flutti Baugur í London í nýtt húsnæði á horni New Bond strætis og Oxford strætis með útsýni yfir House of Fraser sem Baugur festi kaup á í nóvember eins og fyrr segir. Þar ætlum við okkur stóra hluti. Smásöluverslanir á við House of Fraser hafa verið að drabbast niður á undanförnum árum, orðið leiðinlegar. Því viljum við breyta, við viljum gera þær skemmtilegri með flottari merkjum. Og talandi um flott merki. Í nóvember keypti Baugur 50% hlut í danska tískufatamerkinu Day Birger et Mikkelsen sem hefur vaxið mjög á undanförnum árum. Sama má segja um All Saints sem Baugur keypti hlut í í byrjun desembermánaðar. Þar ætlum við okkur einnig stóra hluti enda tækifærin til staðar. Árið hefur verið viðburðaríkt hjá stjórnendum og starfsfólki Baugs og á áramótum liggur beint við að spyrja hvert við stefnum og hver markmiðin séu. Það er nú bara svo að í hvert skipti sem við náum takmarki okkar, setjum við okkur ný. Möguleikarnir eru endalausir og við ætlum okkur að nýta þá á nýju ári. Við erum bara rétt að byrja. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Árið hefur einkennst af fjárfestingum, einkum í frægum tískufyrirtækjum en í nóvember festi Baugur til að mynda kaup á House of Fraser, einu frægasta tískuhúsi Bretlands. Varla leið sá mánuður að Baugur réðist ekki í stórkaup og var byrjað strax í janúar. Þá festi fyrirtækið kaup á Atlas Ejendomme, dönsku fjárfestingafélagi en Atlas á yfir 150 þúsund fermetra af húsnæði á mörgum af dýrustu stöðum Kaupmannahafnar. Í febrúar sameinaðist Julian Graves Whittard of Chelsea, te og kaffiverslanakeðju, einni stærstu í heiminum í sínum geira. Í apríl keypti Baugur Group síðan hlut í Wyevale Garden Centers í Bretlandi og í sama mánuði sameinaðist Mosaic Fashions, sem Baugur á 37% hlut í, Rubicon Retail. Stefna sameinaðs félags er að stækka og eflast á sviði kventískufatnaðar og hefur gengið vel hjá fyrirtækinu á árinu. Margir góðir samningar voru gerðir á árinu og til marks um það seldi FL Group, sem Baugur á 18,2% hlut í, Icelandair Group. Söluhagnaður nam 26 milljörðum íslenskra króna. Á sumarmánuðum stofnaði dótturfyrirtæki Baugs, M-Holding, Scandinavian Design & Retail. Félagið mun einbeita sér að því að finna ný fjárfestingartækifæri í tískuiðnaðinum á Norðurlöndum. Sams konar fyrirtæki stofnuðum við síðan í Bretlandi og hefur það félag sama hlutverki að gegna þar í landi. Við höfum aðallega horft til vel þekktra hátískufyrirtækja með góða vaxtamöguleika og þeirri stefnu munum við halda áfram enda reynst vel. Í október flutti Baugur í London í nýtt húsnæði á horni New Bond strætis og Oxford strætis með útsýni yfir House of Fraser sem Baugur festi kaup á í nóvember eins og fyrr segir. Þar ætlum við okkur stóra hluti. Smásöluverslanir á við House of Fraser hafa verið að drabbast niður á undanförnum árum, orðið leiðinlegar. Því viljum við breyta, við viljum gera þær skemmtilegri með flottari merkjum. Og talandi um flott merki. Í nóvember keypti Baugur 50% hlut í danska tískufatamerkinu Day Birger et Mikkelsen sem hefur vaxið mjög á undanförnum árum. Sama má segja um All Saints sem Baugur keypti hlut í í byrjun desembermánaðar. Þar ætlum við okkur einnig stóra hluti enda tækifærin til staðar. Árið hefur verið viðburðaríkt hjá stjórnendum og starfsfólki Baugs og á áramótum liggur beint við að spyrja hvert við stefnum og hver markmiðin séu. Það er nú bara svo að í hvert skipti sem við náum takmarki okkar, setjum við okkur ný. Möguleikarnir eru endalausir og við ætlum okkur að nýta þá á nýju ári. Við erum bara rétt að byrja.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira