Ólundin í Þórunni Einar Sveinbjörnsson skrifar 19. desember 2006 00:01 Í Fréttablaðinu hér á laugardaginn var ágætisúttekt af tilefni 90 ára afmælis Framsóknarflokksins. Nokkrir voru fengnir til þess að segja nokkur orð um flokkinn á þessum tímamótum, þar á meðal sá sem þetta ritar. Þórunn Sveinbjarnardóttir þingkona í sínu nýhafna langa jólaleyfi sá þarna tækifæri til að ala á eigin ólund út í Framsóknarflokkinn. Henni er það vitanlega frjálst enda tilheyrir hún öðrum stjórnmálaflokki og er með aðrar skoðanir. Mér mislíkuðu hins vegar mjög þær líkingar sem hún kýs að nota um Framsóknarflokkinn sem státar af merkri sögu og glæstum sigrum fyrir land og þjóð í langri sögu sinni. Talar hún um flokkslíkama sem krefst hvíldar og endurhæfingar og að hann viti ekki hvaðan hann kom eða hvert hann sé að fara. Ég læt lesendum það eftir að geta frekar í það hvað Þórunn er að fara í sinni samlíkingu. Ég segi ekki að þessi miður huggulega kveðja þessarar ágætu þingkonu, sem ég hef átt hingað til ágæt samskipti við í sveitarstjórnarmálum Garðabæjar, hafi eyðilagt fyrir mér ágætan afmælisdag flokksins míns. En mér var vissulega nokkuð brugðið. Að hún hafi ekki getað þennan dag, þrátt fyrir að vera í stjórnarandstöðu og frekar stutt sé til kosninga, sent okkur þó ekki væri nema eina notalega og stutta kveðju á þessum tímamótum. Vinstri flokkar eins og Samfylking Þórunnar njóta ævinlega nokkurrar hylli í íslenskum stjórnmálum. Alþýðuflokkurinn, forveri Samfylkingarinnar, var virkur þátttakandi í íslensku stjórnmálalífi þjóðarinnar í yfir 80 ár. Samfylkingin gæti, ef vel tekst til á þeim bæ, orðið jafnfarsæl og Alþýðuflokkurinn svo ekki sé talað um Framsóknarflokkinn. Ég vil þrátt fyrir allt senda Þórunni og Samfylkingunni kveðjur um gifturíkt starf næstu árin og áratugina, þótt tilefnið sé reyndar ekkert sérstakt að þessu sinni, nema ef vera skyldi að það eru að koma jól. Höfundur er félagi í Framsóknarflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu hér á laugardaginn var ágætisúttekt af tilefni 90 ára afmælis Framsóknarflokksins. Nokkrir voru fengnir til þess að segja nokkur orð um flokkinn á þessum tímamótum, þar á meðal sá sem þetta ritar. Þórunn Sveinbjarnardóttir þingkona í sínu nýhafna langa jólaleyfi sá þarna tækifæri til að ala á eigin ólund út í Framsóknarflokkinn. Henni er það vitanlega frjálst enda tilheyrir hún öðrum stjórnmálaflokki og er með aðrar skoðanir. Mér mislíkuðu hins vegar mjög þær líkingar sem hún kýs að nota um Framsóknarflokkinn sem státar af merkri sögu og glæstum sigrum fyrir land og þjóð í langri sögu sinni. Talar hún um flokkslíkama sem krefst hvíldar og endurhæfingar og að hann viti ekki hvaðan hann kom eða hvert hann sé að fara. Ég læt lesendum það eftir að geta frekar í það hvað Þórunn er að fara í sinni samlíkingu. Ég segi ekki að þessi miður huggulega kveðja þessarar ágætu þingkonu, sem ég hef átt hingað til ágæt samskipti við í sveitarstjórnarmálum Garðabæjar, hafi eyðilagt fyrir mér ágætan afmælisdag flokksins míns. En mér var vissulega nokkuð brugðið. Að hún hafi ekki getað þennan dag, þrátt fyrir að vera í stjórnarandstöðu og frekar stutt sé til kosninga, sent okkur þó ekki væri nema eina notalega og stutta kveðju á þessum tímamótum. Vinstri flokkar eins og Samfylking Þórunnar njóta ævinlega nokkurrar hylli í íslenskum stjórnmálum. Alþýðuflokkurinn, forveri Samfylkingarinnar, var virkur þátttakandi í íslensku stjórnmálalífi þjóðarinnar í yfir 80 ár. Samfylkingin gæti, ef vel tekst til á þeim bæ, orðið jafnfarsæl og Alþýðuflokkurinn svo ekki sé talað um Framsóknarflokkinn. Ég vil þrátt fyrir allt senda Þórunni og Samfylkingunni kveðjur um gifturíkt starf næstu árin og áratugina, þótt tilefnið sé reyndar ekkert sérstakt að þessu sinni, nema ef vera skyldi að það eru að koma jól. Höfundur er félagi í Framsóknarflokknum.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun