Velferðin fyrir borð borin 15. desember 2006 06:00 Ég er búin að vera sjóðandi reið lengi, lengi og fylltist áðan enn á ný réttlátri reiði. Ég veit ekki hvað í ósköpunum ég er að gera hér á þessu guðsvolaða landi, þar sem velferð almennings er sífellt fyrir borð borin. Tryggingakerfið er í molum og þjónusta heilbrigðiskerfisins í henglum, íslenskum almúga uppálagt að læra nú almennilega á biðraðamenninguna, sýna þolinmæði þjakaður af kvölum. Ég get illa sett mig í spor þess fólks sem er óvinnufært á meðan það bíður í allt að tvö ár eftir að fá nýjan hné- eða mjaðmalið í landi þar sem uppstokkun sjúkrastofnana er talin nauðsynleg með reglulegu millibili, deildir fluttar milli húsa og hæða með tilheyrandi breytingum á rándýrum innréttingum og tímabundnum lokunum. Þar sem sjálfsagt þykir að loka deildum yfir sumartímann vegna sparnaðar og sárveikir sjúklingar nánast settir út á guð og gaddinn (kannski í veikri von um að þeim fækki). Í landi þar sem fátæktinni er afneitað af valdamönnum sem tilkynna opinberlega að þeim þyki hafragrautur góður (og vellingur eflaust veislumatur) - svo gefa þeir kannski fimm læri til mæðrastyrksnefndar fyrir jólin. Þar sem heilabiluðum er á ævikveldi plantað í rúm í margra manna herbergjum með öðrum farlama gamalmennum sem hafa lagt grundvöllinn að velferðarkerfi okkar. Innréttingin: ein hilla við höfðagaflinn fyrir myndir af börnum og barnabörnum. Í landi þar sem svívirðilegustu sálarmorð, kynferðisofbeldi gagnvart börnum og ungum stúlkum þykir lítið refsivert. Þar sem það þykir fréttnæmt ef engin nauðgun er kærð eftir heila helgi. Þar sem engum ungum dreng dettur í hug að kæra kynferðisbrot af ótta við umtal og skömm. Þar sem kynferðisbrotamálum er sífellt vísað frá dómi vegna ónógra sannana, firningarákvæða eða formgalla. Þar sem lífsgæðakapphaupið er svo klikkað að ekkert er eðlilegra en að grunnskólanemendur fái sér vinnu með skóla til þess að eiga nógan pening fyrir „bráðnauðsynlegum" lífsgæðum. Þar sem íbúðalánin eru með lánakjörum samkvæmt okurlánakerfi íslenska ríkisins af því ríkisvaldið komst upp með að afnema verðtryggingu launa, en halda verðtryggingu lána. Í landi, þar sem allt stefnir í kollsiglingu og gjaldþrot yngri kynslóðarinnar sem var ginkeypt fyrir síðustu gylliboðum bankakerfisins á íbúðamarkaðnum og situr nú í skuldasúpunni upp fyrir haus. Í landi þar sem úrlausn sumra verður landfótti, annarra sjálfsvíg. Þar sem sjálfsagt þykir að senda fyrstu gylliboð bankanna í kjölfar skírnar barnanna og síðar streyma tilboðin um bankareikninga og debetkort með bíómiða í kaupbæti. Enda ungdómurinn upp til hópa svo firrtur af þessu fáránlega fjármálauppeldi að honum þykir frábært að geta keypt eitthvað fyrir ekki neitt og borgað síðar. Í landi þar sem eina vonin fyrir aukinn hagvöxt er talin vera sú, að selja landið undir álver, sökkva landinu og selja raforkuna á útsöluverði til fyrirtækja sem eru alræmd fyrir yfirgang og spillingu, svo ekki sé talað um mengunina sem þau skilja eftir sig þegar þau taka sig upp og fara. Ég get ekki losnað við úr huga mínum orð konunnar sem var spurð í sjónvarpsþætti nýlega, varðandi virkjanir, hvort meira ætti að virkja á landinu okkar. Hún sagði íhugul: „Nei, sá sem drekkir móður sinni lítur ekki framar glaðan dag." Mér varð hverft við, vegna þess að daginn áður hafði ég horft á sakamálaþátt í sjónvarpinu þar sem ungur fjöldamorðingi var dæmdur eftir að komið hafði í ljós, að upphaf glæpaferils hans mátti rekja til þess þegar hann, tíu ára gamall, drekkti móður sinni og fullnægði þar með því sem hann í barnaskap sínum taldi réttlæti. Ég stend mig að því að verða pólitískari með hverjum deginum sem líður, án þess að vera nokkurs staðar flokksbundin, finnst ég eiga hvergi heima, finnst eins og það sé sama rassgatið undir öllum valdhöfum liðinna ára. Verð sífellt reiðari og reiðari, en finnst ég um leið svo máttlaus, að geta ekki haft nein áhrif. Tuða bara í símanum og helli mér yfir sárasaklausa vini sem nenna að hlusta á mig. En nú finn ég mig knúna til að láta fleiri heyra hversu illa mér líður að horfa upp á allt þetta endemisrugl, þar sem stjórnvöld hugsa aldrei lengra en að næstu kosningum - spara aurinn og henda krónunni; stjórnvöld, sem hafa fyrir löngu sópað vandanum undir teppið og keppast nú við að fjölga hæðunum á húsinu af því teppið er farið að skríða upp stigann. Hvernig líður öðru hugsandi fólki í þessu fallega landi firringarinnar? Af hverju skiptir líf og velferð svona litlu máli í okkar litla fallega landi þessari veröld græðginnar útópíu lýðveldisins þar sem flokkun kostnaðar er ætíð af tvennum toga: annars vegar: FÓRNARKOSTNAÐUR lágmarkaður til viðhalds volaðri þjóð sem kyngir illa matreiddum sannleikanum og kúgast í laumi (en heldur virðingu sinni út á við - og þegir af óttablandinni skömm) hins vegar: AUGLÝSINGAKOSTNAÐUR ótakmarkaður handa valdhafanum svo hann geti barið sér á brjóst í fjölmiðlum (og hreykt sér eins og haninn á haugnum sem hefur einn og sjálfur haft allar hænurnar undir) og auglýsir Ísland í gylltum ljóma sem draumaland perranna. Ég stend mig að því að verða pólitískari með hverjum deginum sem líður, án þess að vera nokkurs staðar flokksbundin, finnst ég eiga hvergi heima, finnst eins og það sé sama rassgatið undir öllum valdhöfum liðinna ára. Þorgerður Mattía Kristiansen Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Sjá meira
Ég er búin að vera sjóðandi reið lengi, lengi og fylltist áðan enn á ný réttlátri reiði. Ég veit ekki hvað í ósköpunum ég er að gera hér á þessu guðsvolaða landi, þar sem velferð almennings er sífellt fyrir borð borin. Tryggingakerfið er í molum og þjónusta heilbrigðiskerfisins í henglum, íslenskum almúga uppálagt að læra nú almennilega á biðraðamenninguna, sýna þolinmæði þjakaður af kvölum. Ég get illa sett mig í spor þess fólks sem er óvinnufært á meðan það bíður í allt að tvö ár eftir að fá nýjan hné- eða mjaðmalið í landi þar sem uppstokkun sjúkrastofnana er talin nauðsynleg með reglulegu millibili, deildir fluttar milli húsa og hæða með tilheyrandi breytingum á rándýrum innréttingum og tímabundnum lokunum. Þar sem sjálfsagt þykir að loka deildum yfir sumartímann vegna sparnaðar og sárveikir sjúklingar nánast settir út á guð og gaddinn (kannski í veikri von um að þeim fækki). Í landi þar sem fátæktinni er afneitað af valdamönnum sem tilkynna opinberlega að þeim þyki hafragrautur góður (og vellingur eflaust veislumatur) - svo gefa þeir kannski fimm læri til mæðrastyrksnefndar fyrir jólin. Þar sem heilabiluðum er á ævikveldi plantað í rúm í margra manna herbergjum með öðrum farlama gamalmennum sem hafa lagt grundvöllinn að velferðarkerfi okkar. Innréttingin: ein hilla við höfðagaflinn fyrir myndir af börnum og barnabörnum. Í landi þar sem svívirðilegustu sálarmorð, kynferðisofbeldi gagnvart börnum og ungum stúlkum þykir lítið refsivert. Þar sem það þykir fréttnæmt ef engin nauðgun er kærð eftir heila helgi. Þar sem engum ungum dreng dettur í hug að kæra kynferðisbrot af ótta við umtal og skömm. Þar sem kynferðisbrotamálum er sífellt vísað frá dómi vegna ónógra sannana, firningarákvæða eða formgalla. Þar sem lífsgæðakapphaupið er svo klikkað að ekkert er eðlilegra en að grunnskólanemendur fái sér vinnu með skóla til þess að eiga nógan pening fyrir „bráðnauðsynlegum" lífsgæðum. Þar sem íbúðalánin eru með lánakjörum samkvæmt okurlánakerfi íslenska ríkisins af því ríkisvaldið komst upp með að afnema verðtryggingu launa, en halda verðtryggingu lána. Í landi, þar sem allt stefnir í kollsiglingu og gjaldþrot yngri kynslóðarinnar sem var ginkeypt fyrir síðustu gylliboðum bankakerfisins á íbúðamarkaðnum og situr nú í skuldasúpunni upp fyrir haus. Í landi þar sem úrlausn sumra verður landfótti, annarra sjálfsvíg. Þar sem sjálfsagt þykir að senda fyrstu gylliboð bankanna í kjölfar skírnar barnanna og síðar streyma tilboðin um bankareikninga og debetkort með bíómiða í kaupbæti. Enda ungdómurinn upp til hópa svo firrtur af þessu fáránlega fjármálauppeldi að honum þykir frábært að geta keypt eitthvað fyrir ekki neitt og borgað síðar. Í landi þar sem eina vonin fyrir aukinn hagvöxt er talin vera sú, að selja landið undir álver, sökkva landinu og selja raforkuna á útsöluverði til fyrirtækja sem eru alræmd fyrir yfirgang og spillingu, svo ekki sé talað um mengunina sem þau skilja eftir sig þegar þau taka sig upp og fara. Ég get ekki losnað við úr huga mínum orð konunnar sem var spurð í sjónvarpsþætti nýlega, varðandi virkjanir, hvort meira ætti að virkja á landinu okkar. Hún sagði íhugul: „Nei, sá sem drekkir móður sinni lítur ekki framar glaðan dag." Mér varð hverft við, vegna þess að daginn áður hafði ég horft á sakamálaþátt í sjónvarpinu þar sem ungur fjöldamorðingi var dæmdur eftir að komið hafði í ljós, að upphaf glæpaferils hans mátti rekja til þess þegar hann, tíu ára gamall, drekkti móður sinni og fullnægði þar með því sem hann í barnaskap sínum taldi réttlæti. Ég stend mig að því að verða pólitískari með hverjum deginum sem líður, án þess að vera nokkurs staðar flokksbundin, finnst ég eiga hvergi heima, finnst eins og það sé sama rassgatið undir öllum valdhöfum liðinna ára. Verð sífellt reiðari og reiðari, en finnst ég um leið svo máttlaus, að geta ekki haft nein áhrif. Tuða bara í símanum og helli mér yfir sárasaklausa vini sem nenna að hlusta á mig. En nú finn ég mig knúna til að láta fleiri heyra hversu illa mér líður að horfa upp á allt þetta endemisrugl, þar sem stjórnvöld hugsa aldrei lengra en að næstu kosningum - spara aurinn og henda krónunni; stjórnvöld, sem hafa fyrir löngu sópað vandanum undir teppið og keppast nú við að fjölga hæðunum á húsinu af því teppið er farið að skríða upp stigann. Hvernig líður öðru hugsandi fólki í þessu fallega landi firringarinnar? Af hverju skiptir líf og velferð svona litlu máli í okkar litla fallega landi þessari veröld græðginnar útópíu lýðveldisins þar sem flokkun kostnaðar er ætíð af tvennum toga: annars vegar: FÓRNARKOSTNAÐUR lágmarkaður til viðhalds volaðri þjóð sem kyngir illa matreiddum sannleikanum og kúgast í laumi (en heldur virðingu sinni út á við - og þegir af óttablandinni skömm) hins vegar: AUGLÝSINGAKOSTNAÐUR ótakmarkaður handa valdhafanum svo hann geti barið sér á brjóst í fjölmiðlum (og hreykt sér eins og haninn á haugnum sem hefur einn og sjálfur haft allar hænurnar undir) og auglýsir Ísland í gylltum ljóma sem draumaland perranna. Ég stend mig að því að verða pólitískari með hverjum deginum sem líður, án þess að vera nokkurs staðar flokksbundin, finnst ég eiga hvergi heima, finnst eins og það sé sama rassgatið undir öllum valdhöfum liðinna ára. Þorgerður Mattía Kristiansen
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar