Rússneskur ríkisrekstur áhyggjuefni 1. desember 2006 06:45 höfuðstöðvar gazprom OECD hefur áhyggjur yfir vaxandi ríkisrekstri í Rússlandi. Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) hefur lýst yfir áhyggjum vegna mikils vaxtar rússneska ríkisorkufyrirtækisins Gazprom, sem sagt er hafa einokunarstöðu á markaði fyrir jarðgas í Austur-Evrópu. Í nýrri skýrslu frá OECD um hagkerfi Rússlands segir ennfremur að mikil stækkun fyrirtækisins og yfirtökur þess síðustu árin komi í veg fyrir heilbrigða samkeppni í Rússlandi og beini vöxturinn sjónum stjórnenda frá kjarnastarfsemi Gazprom. Þá leggur OECD áherslu á, að gasiðnaðurinn í landinu verði endurskipulagður í samræmi við aðra geira með það fyrir augum að auka samkeppni á heimamarkaði. Gazprom er í andstöðu við markaðsvæðinguna austur frá, að mati OECD, sem bendir á að hlutur ríkisins í fyrirtækjum í Rússlandi hafi aukist mikið síðastliðin þrjú ár. Hafi ríkið átt fimmtung fyrirtækja í Rússlandi fyrir þremur árum en hann nemur nú 30 prósentum. „Aukinn ríkisrekstur er skref aftur á bak,“ segir í skýrslu OECD, sem áréttar að rússneska ríkið verði að minnka við hlut sinn í fyrirtækjum í landinu, ekki síst í orkufyrirtækjum, með það fyrir augum að minnka einokunarstöðu Gazprom í Austur-Evrópu. Viðskipti Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) hefur lýst yfir áhyggjum vegna mikils vaxtar rússneska ríkisorkufyrirtækisins Gazprom, sem sagt er hafa einokunarstöðu á markaði fyrir jarðgas í Austur-Evrópu. Í nýrri skýrslu frá OECD um hagkerfi Rússlands segir ennfremur að mikil stækkun fyrirtækisins og yfirtökur þess síðustu árin komi í veg fyrir heilbrigða samkeppni í Rússlandi og beini vöxturinn sjónum stjórnenda frá kjarnastarfsemi Gazprom. Þá leggur OECD áherslu á, að gasiðnaðurinn í landinu verði endurskipulagður í samræmi við aðra geira með það fyrir augum að auka samkeppni á heimamarkaði. Gazprom er í andstöðu við markaðsvæðinguna austur frá, að mati OECD, sem bendir á að hlutur ríkisins í fyrirtækjum í Rússlandi hafi aukist mikið síðastliðin þrjú ár. Hafi ríkið átt fimmtung fyrirtækja í Rússlandi fyrir þremur árum en hann nemur nú 30 prósentum. „Aukinn ríkisrekstur er skref aftur á bak,“ segir í skýrslu OECD, sem áréttar að rússneska ríkið verði að minnka við hlut sinn í fyrirtækjum í landinu, ekki síst í orkufyrirtækjum, með það fyrir augum að minnka einokunarstöðu Gazprom í Austur-Evrópu.
Viðskipti Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira