Átta stefna á forystusæti VG 30. nóvember 2006 05:00 Vinstri græn komu saman í Iðnó á kosninganótt 2003. Flokkurinn fékk fimm þingmenn kjörna – þar af tvo á höfuðborgarsvæðinu. Sjö stefna á forystusæti í kjördæmunum þremur á suðvesturhorninu nú. Forval fer fram á laugardag. Átta af 30 þátttakendum í forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á höfuðborgarsvæðinu vilja leiða lista á höfuðborgarsvæðinu. Flokkurinn heldur sameiginlegt forval fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö og Suðvesturkjördæmi. Báðir þingmenn flokksins í Reykjavík sækjast eftir endurkjöri. Forval VG, sem fram fer á laugardag, er sérstakt fyrir þær sakir að það er sameiginlegt fyrir þrjú kjördæmi. Í því verða frambjóðendur flokksins í báðum Reykjavíkurkjördæmunum og Suðvesturkjördæmi valdir en stjórnmálaflokkar hafa ekki farið þá leið áður. Þá er aðferðin sem beitt er við val á frambjóðendum athygliverð en kjósendur eiga að velja þrjá frambjóðendur í hvert efstu sætanna – þrjá í fyrsta sæti, þrjá í annað sæti, þrjá í þriðja sætið og þrjá í fjórða sæti. Reglur flokksins kveða á um að tvö efstu sæti listanna þriggja (alls sex sæti) skulu skipuð þremur konum og þremur körlum. Þá verður tryggt að fólk af sama kyni verði ekki í efstu sætum allra lista. Er þetta gert „í anda kvenfrelsis“, eins og það er orðað í forvalsreglunum. Til þeirrar reglu verðu horft við röðun fólks á lista í kjördæmunum, auk búsetu en kjörstjórn hefur mjög frjálsar hendur við niðurröðun á lista. Góð þátttaka vekur einnig athygli. Frambjóðendur eru jafnmargir og í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi og litlu færri en í prófkjörum Samfylkingarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjórtán þingmenn í kjördæmunum í síðustu kosningum, Samfylkingin tólf en VG tvo. Forvalið er hið fyrsta sem VG efnir til vegna alþingiskosninga. Fyrir fyrri kosningar hefur flokkurinn stillt upp á lista sína og sú aðferð er einnig viðhöfð í öðrum kjördæmum nú. Átta frambjóðendur stefna á fyrsta sæti en af þeim nefna þrír fyrsta sætið eingöngu. Það eru þingmennirnir tveir Kolbrún Halldórsdóttir og Ögmundur Jónasson og Katrín Jakobsdóttir, varaformaður flokksins. Fjórir frambjóðendur sækjast eftir 1.-2. sæti, þau Álfheiður Ingadóttir varaþingmaður, Árni Þór Sigurðsson borgarfulltrúi, Guðmundur Magnússon leikari og Þórir Steingrímsson rannsóknarlögreglumaður. Þá sækist Paul F. Nikolov blaðamaður eftir 1-3. sæti. Átta sækjast eftir öðru sæti og nefna það ýmist eingöngu eða næstu sæti einnig. Það eru þau Andrea Ólafsdóttir nemi, Auður Lilja Erlingsdóttir stjórnmálafræðingur, Friðrik Atlason deildarstjóri, Gestur Svavarsson hugbúnaðarráðgjafi, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir sagnfræðingur, Jóhann Björnsson kennari, Kristín Tómadóttir nemi og Kristján Hreinsson skáld. Af samtölum við flokksmenn að dæma þykir staða sitjandi þingmanna sterk og er almennt búist við að þeir haldi sætum sínum. Af öðrum frambjóðendum þykja Árni Þór Sigurðsson, Katrín Jakobsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Gestur Svavarsson og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir einna líklegust til afreka. Prófkjörsbaráttan hefur verið drengileg og kynning frambjóðenda að mestu farið fram á sameiginlegum fundum og í bæklingi. Ekki eru í gildi sérstakar reglur um auglýsingar eða kostnað sem hver og einn má stofna til en gengið út frá því að frambjóðendur starfi í anda þeirrar menningar VG að verja litlu til prófkjörsbaráttu. Er það talinn nægilegur varnagli að menn skjóti sig í fótinn með dýrum auglýsingum. Innlent Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Átta af 30 þátttakendum í forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á höfuðborgarsvæðinu vilja leiða lista á höfuðborgarsvæðinu. Flokkurinn heldur sameiginlegt forval fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö og Suðvesturkjördæmi. Báðir þingmenn flokksins í Reykjavík sækjast eftir endurkjöri. Forval VG, sem fram fer á laugardag, er sérstakt fyrir þær sakir að það er sameiginlegt fyrir þrjú kjördæmi. Í því verða frambjóðendur flokksins í báðum Reykjavíkurkjördæmunum og Suðvesturkjördæmi valdir en stjórnmálaflokkar hafa ekki farið þá leið áður. Þá er aðferðin sem beitt er við val á frambjóðendum athygliverð en kjósendur eiga að velja þrjá frambjóðendur í hvert efstu sætanna – þrjá í fyrsta sæti, þrjá í annað sæti, þrjá í þriðja sætið og þrjá í fjórða sæti. Reglur flokksins kveða á um að tvö efstu sæti listanna þriggja (alls sex sæti) skulu skipuð þremur konum og þremur körlum. Þá verður tryggt að fólk af sama kyni verði ekki í efstu sætum allra lista. Er þetta gert „í anda kvenfrelsis“, eins og það er orðað í forvalsreglunum. Til þeirrar reglu verðu horft við röðun fólks á lista í kjördæmunum, auk búsetu en kjörstjórn hefur mjög frjálsar hendur við niðurröðun á lista. Góð þátttaka vekur einnig athygli. Frambjóðendur eru jafnmargir og í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi og litlu færri en í prófkjörum Samfylkingarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjórtán þingmenn í kjördæmunum í síðustu kosningum, Samfylkingin tólf en VG tvo. Forvalið er hið fyrsta sem VG efnir til vegna alþingiskosninga. Fyrir fyrri kosningar hefur flokkurinn stillt upp á lista sína og sú aðferð er einnig viðhöfð í öðrum kjördæmum nú. Átta frambjóðendur stefna á fyrsta sæti en af þeim nefna þrír fyrsta sætið eingöngu. Það eru þingmennirnir tveir Kolbrún Halldórsdóttir og Ögmundur Jónasson og Katrín Jakobsdóttir, varaformaður flokksins. Fjórir frambjóðendur sækjast eftir 1.-2. sæti, þau Álfheiður Ingadóttir varaþingmaður, Árni Þór Sigurðsson borgarfulltrúi, Guðmundur Magnússon leikari og Þórir Steingrímsson rannsóknarlögreglumaður. Þá sækist Paul F. Nikolov blaðamaður eftir 1-3. sæti. Átta sækjast eftir öðru sæti og nefna það ýmist eingöngu eða næstu sæti einnig. Það eru þau Andrea Ólafsdóttir nemi, Auður Lilja Erlingsdóttir stjórnmálafræðingur, Friðrik Atlason deildarstjóri, Gestur Svavarsson hugbúnaðarráðgjafi, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir sagnfræðingur, Jóhann Björnsson kennari, Kristín Tómadóttir nemi og Kristján Hreinsson skáld. Af samtölum við flokksmenn að dæma þykir staða sitjandi þingmanna sterk og er almennt búist við að þeir haldi sætum sínum. Af öðrum frambjóðendum þykja Árni Þór Sigurðsson, Katrín Jakobsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Gestur Svavarsson og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir einna líklegust til afreka. Prófkjörsbaráttan hefur verið drengileg og kynning frambjóðenda að mestu farið fram á sameiginlegum fundum og í bæklingi. Ekki eru í gildi sérstakar reglur um auglýsingar eða kostnað sem hver og einn má stofna til en gengið út frá því að frambjóðendur starfi í anda þeirrar menningar VG að verja litlu til prófkjörsbaráttu. Er það talinn nægilegur varnagli að menn skjóti sig í fótinn með dýrum auglýsingum.
Innlent Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira